Fær morðhótanir fyrir að vera feit Snærós Sindradóttir skrifar 12. september 2015 09:00 Ragen Chastain vill vekja athygli á misrétti sem feitt fólk verður fyrir. Hún lifir heilbrigðu lífi og hefur meðal annars gengið heilt maraþon í hellidembu og skítakulda til að sigrast á eigin takmörkum. „Þátturinn Biggest Loser hefur skapað þá hugmynd að það sem feitt fólk þurfi sé bara að láta öskra svolítið á sig.“ Þetta segir Ragen Chastain, 38 ára baráttukona fyrir líkamsvirðingu og heilsu í öllum stærðum. Eftir mánuð keppir hún í hálfri Járnmannskeppni, hún er að æfa til að hlaupa heilt maraþon og hún hefur skráð sig til keppni í heilum Járnmanni á næsta ári. Hún hefur fengið líflátshótanir og hatursbréf fyrir baráttu sína en lætur það ekki stöðva sig. Hún er alin upp í Austin í Texas og er væntanleg hingað til lands til að flytja erindi á þriðju International Weight Stigma-ráðstefnunni næstkomandi föstudag.Áráttukennd megrun „Sem barn skilgreindi ég mig sem feita. En þegar ég horfi til baka sé ég barn sem var vissulega aðeins stærra en hinir en mér gekk vel í íþróttum og var ekki strítt eins og öðrum feitum krökkum sem gekk verr að hreyfa sig. Ég byrjaði í raun ekki að þyngjast af viti fyrr en ég fór í fyrstu megrunina.“Ragen Chastain er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum en er væntanleg hingað til lands á föstudag til að fjalla um fitufordóma.Ragen var átján ára og á leið í framhaldsskóla þegar hún byrjaði í fyrstu alvarlegu megruninni. Hún svelti sig og æfði af miklu offorsi. Á endanum missti hún meðvitund á hlaupabretti og var flutt með hraði á sjúkrahús. „Varðandi átröskun eru það genin sem hlaða byssuna en umhverfið sem tekur í gikkinn. Ég hafði ekki hugsað um megrun fram að þessum tímapunkti en allt í einu hugsaði ég ekki um neitt annað.“ Þegar vítahringurinn var rofinn fór Ragen hins vegar að þyngjast hratt aftur. „Á meðan ég var í meðferð við átröskuninni voru aðrir læknar að segja mér að ég þyrfti að léttast til að vera heilbrigð. Þarna fór tilvera mín að snúast um megrunarkúra, suma ráðlagða af læknum eða samtökum á borð við Weight Watchers. Ég léttist í styttri tíma en þyngdist alltaf aftur, og oftast um meira en ég hafði misst.“Heilsa í öllum stærðum Ragen ákvað að rannsaka hver væri besti megrunarkúrinn fyrir sig. „Rannsóknin leiddi í ljós að það var ekki einn einasti kúr þar sem meira en brot af þátttakendum léttist til langs tíma. Kannski þrjú til fimm prósent. Og þeir voru að missa eitt til tvö kíló sem er ekkert. Ég gæti misst það við að fara í klippingu. Svo ég gerði mér grein fyrir því að það var engin ástæða til að trúa því að megranirnar mínar myndu virka. Allir voru að upplifa það sama og ég. Þeir léttust tímabundið en þyngdust fljótlega aftur. Það var þá sem ég kynntist hugmyndinni um heilsu í öllum stærðum.“ Hún segir hugmyndina hafa verið fjarstæðukennda í fyrstu. „Ég hafði ekki einu sinni hugleitt að ég ætti að einbeita mér að heilsunni en ekki líkamsstærðinni. En þessi hugmyndafræði snýst um að borða það sem nærir þig og hreyfa þig þannig að þér líði vel. Þyngdin er ekki mælikvarði á hversu verðugur þú ert sem manneskja.“Niðurlægð í danskeppni Barátta Ragen fyrir betri framkomu við feitt fólk hófst þegar hún tók þátt í danskeppni fyrir tíu árum. Þá hafði hún æft samkvæmisdansa um nokkurra mánaða skeið. „Dómararnir sögðu að hæfileikar mínir færu til spillis vegna þess að ég er feit. Einn dómarinn sagði líka að hún hefði ekki þolað að horfa á mig. Ég hafði ætlað mér að vera feitur dansari en áttaði mig á því að til þess yrði ég að vera feitur aktívisti. Það að breyta viðhorfinu til þyngdarinnar lagaði líka samband mitt við hreyfingu. Ég var alltaf að hreyfa mig til að breyta stærð líkamans og lögun en núna hreyfi ég mig til að setja mér markmið, til að skemmta mér og til að líða vel.“ Síðastliðin fjögur ár hefur hún helgað sig alfarið baráttu sinni gegn fitufordómum. Hún kemur fram á ráðstefnum og skrifar pistla. Hún hefur mætt mikilli mótspyrnu, sérstaklega frá nettröllum sem ganga langt yfir öll mörk í gagnrýni sinni.Ragen er ótrúlega liðugNákvæmar morðhótanir „Það er stórt samfélag á netinu sem þrífst á því að áreita feitt fólk, og það er mjög gott í því. Það var 150 þúsund manna hópur á Reddit sem hafði þann eina tilgang að hata feitt fólk. Þaðan fæ ég marga tölvupósta um að ég eigi að drepa mig.“ „Ég fæ líka almennar líflátshótanir frá fólki sem segist ætla að berja mig svo fast í magann að ég drepist. Svo fæ ég mjög nákvæmar hótanir frá fólki sem veit hvar ég mun næst koma fram opinberlega og segist ætla að skjóta mig. Það er mjög óþægilegt þegar einhver hefur sagst ætla að drepa mig akkúrat klukkan korter í sjö á einhverri ráðstefnu. Þá fylgist maður vel með klukkunni.“„Hei, feita tík“ Ragen segir að hún verði samt aldrei fyrir meiri áreitni á opinberum vettvangi en einmitt þegar hún er að hreyfa sig. „Þegar ég var að æfa mig fyrir maraþonið sá ég einu sinni bíl leggja við hliðina á mér. Ég heyrði farþegann öskra „hei, feita tík“ og sneri mér við, því viðkomandi hlyti að vera að tala við mig. Það sátu tveir fullorðnir menn í bílnum og köstuðu í mig eggjum. Þegar ég tilkynnti að ég ætlaði í Járnmanninn sendu tveir aðilar mér póst og sögðust ætla að skrá sig í keppnina svo þeir gætu drekkt mér í sundinu.“ Hún segir feitt fólk almennt verða fyrir mikilli áreitni á opinberum vettvangi. „Það er sama fólk sem fer á netið og spyr af hverju feitt fólk hreyfi sig ekki meira og öskrar svo á okkur þegar við erum úti að hlaupa. Sú hugmynd virðist ríkjandi að það megi áreita feitt fólk. Það sé því í raun fyrir bestu. Með ofbeldi sé því komið í skilning um að það þurfi að létta sig.“Þrírautarkeppnin Járnmaðurinn felur í sér 180 km hjólreiðar, 3,2 km sund og heilt maraþonhlaupFitufordómar kerfisbundnir Hún segir fitufordóma hafa ýmsar birtingarmyndir og sumir séu kerfislægir. „Það eru til góðar rannsóknir sem sýna að feitt fólk er síður ráðið í störf og fær lægri laun en mjói samstarfsfélagi þeirra, óháð hæfni. Svo eru miklir fitufordómar í heilbrigðiskerfinu. Feit manneskja sem fer til læknis má búast við því að vera greind sem feit og send í megrun á meðan mjó manneskja með sömu kvilla fær lyf eða meðferð sem hæfir sjúkdómnum. Það eru til fataframleiðendur, eins og Abercrombie & Fitch, sem stæra sig af því að framleiða ekki föt fyrir feitt fólk. Eins og það geri merkið kúl.“ „Markmið mitt með baráttunni er að allir hafi aðgang að góðum upplýsingum um heilsu og fái frelsi til að velja sjálfir. Í Bandaríkjunum er í gangi stríð gegn offitu. Þyngd fólks er ekki lengur einkamál heldur mega allir hafa skoðanir á því. Okkur er kennt að þungir séu dragbítar á samfélaginu og sem samfélag höfum við ákveðið að feitir eigi skilið verri framkomu.“Lætur hótanir ekki stöðva sig. Þrátt fyrir að Ragen upplifi vissulega óþægindi vegna líflátshótana og áreitni hefur hún þetta um þær að segja: „Ef einhver gerir alvöru úr hótunum sínum og drepur mig vona ég að það verði til vakningar um að við verðum að hætta að koma fram við feitt fólk eins og gert er í dag. Ég vona að það hvetji annað feitt fólk til að stíga fram og segja hingað og ekki lengra. Ég myndi samt ekki vilja nota orðið píslarvottur, þetta er bara eitthvað sem ég hugsa um ef einhver fylgir hótununum eftir.“ Eins og áður segir er hún nú á fullu að æfa fyrir maraþon og Járnmanninn. „Ég get farið í splitt og pressað 400 kíló með löppunum. Ég elska að hreyfa mig. Ástæðan fyrir því að ég tek þátt í maraþoninu og Járnmanninum er að mig langar að stíga út fyrir þægindasvæðið mitt. Alla ævi hafði ég gert hluti sem ég var góð í og mér fannst vanta að ég þyrfti virkilega að kljást við eitthvað og vera lélegust. Það er kannski ekki skemmtilegt á meðan á því stendur, en þetta snýst um glansandi medalíuna í lokin.“ Tengdar fréttir Vilja vernda gróðurhúsin sem einkenni Hveragerðis Tillaga fulltrúa S-lista í bæjarstjórn Hveragerðis um að láta meta varðveislugildi gróðurhúsa í bænum var felld af meirihlutanum. Samkvæmt tillögunni átti matið að verða grundvöllur verndunar einstakra gróðurhúsa í Hveragerði. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
„Þátturinn Biggest Loser hefur skapað þá hugmynd að það sem feitt fólk þurfi sé bara að láta öskra svolítið á sig.“ Þetta segir Ragen Chastain, 38 ára baráttukona fyrir líkamsvirðingu og heilsu í öllum stærðum. Eftir mánuð keppir hún í hálfri Járnmannskeppni, hún er að æfa til að hlaupa heilt maraþon og hún hefur skráð sig til keppni í heilum Járnmanni á næsta ári. Hún hefur fengið líflátshótanir og hatursbréf fyrir baráttu sína en lætur það ekki stöðva sig. Hún er alin upp í Austin í Texas og er væntanleg hingað til lands til að flytja erindi á þriðju International Weight Stigma-ráðstefnunni næstkomandi föstudag.Áráttukennd megrun „Sem barn skilgreindi ég mig sem feita. En þegar ég horfi til baka sé ég barn sem var vissulega aðeins stærra en hinir en mér gekk vel í íþróttum og var ekki strítt eins og öðrum feitum krökkum sem gekk verr að hreyfa sig. Ég byrjaði í raun ekki að þyngjast af viti fyrr en ég fór í fyrstu megrunina.“Ragen Chastain er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum en er væntanleg hingað til lands á föstudag til að fjalla um fitufordóma.Ragen var átján ára og á leið í framhaldsskóla þegar hún byrjaði í fyrstu alvarlegu megruninni. Hún svelti sig og æfði af miklu offorsi. Á endanum missti hún meðvitund á hlaupabretti og var flutt með hraði á sjúkrahús. „Varðandi átröskun eru það genin sem hlaða byssuna en umhverfið sem tekur í gikkinn. Ég hafði ekki hugsað um megrun fram að þessum tímapunkti en allt í einu hugsaði ég ekki um neitt annað.“ Þegar vítahringurinn var rofinn fór Ragen hins vegar að þyngjast hratt aftur. „Á meðan ég var í meðferð við átröskuninni voru aðrir læknar að segja mér að ég þyrfti að léttast til að vera heilbrigð. Þarna fór tilvera mín að snúast um megrunarkúra, suma ráðlagða af læknum eða samtökum á borð við Weight Watchers. Ég léttist í styttri tíma en þyngdist alltaf aftur, og oftast um meira en ég hafði misst.“Heilsa í öllum stærðum Ragen ákvað að rannsaka hver væri besti megrunarkúrinn fyrir sig. „Rannsóknin leiddi í ljós að það var ekki einn einasti kúr þar sem meira en brot af þátttakendum léttist til langs tíma. Kannski þrjú til fimm prósent. Og þeir voru að missa eitt til tvö kíló sem er ekkert. Ég gæti misst það við að fara í klippingu. Svo ég gerði mér grein fyrir því að það var engin ástæða til að trúa því að megranirnar mínar myndu virka. Allir voru að upplifa það sama og ég. Þeir léttust tímabundið en þyngdust fljótlega aftur. Það var þá sem ég kynntist hugmyndinni um heilsu í öllum stærðum.“ Hún segir hugmyndina hafa verið fjarstæðukennda í fyrstu. „Ég hafði ekki einu sinni hugleitt að ég ætti að einbeita mér að heilsunni en ekki líkamsstærðinni. En þessi hugmyndafræði snýst um að borða það sem nærir þig og hreyfa þig þannig að þér líði vel. Þyngdin er ekki mælikvarði á hversu verðugur þú ert sem manneskja.“Niðurlægð í danskeppni Barátta Ragen fyrir betri framkomu við feitt fólk hófst þegar hún tók þátt í danskeppni fyrir tíu árum. Þá hafði hún æft samkvæmisdansa um nokkurra mánaða skeið. „Dómararnir sögðu að hæfileikar mínir færu til spillis vegna þess að ég er feit. Einn dómarinn sagði líka að hún hefði ekki þolað að horfa á mig. Ég hafði ætlað mér að vera feitur dansari en áttaði mig á því að til þess yrði ég að vera feitur aktívisti. Það að breyta viðhorfinu til þyngdarinnar lagaði líka samband mitt við hreyfingu. Ég var alltaf að hreyfa mig til að breyta stærð líkamans og lögun en núna hreyfi ég mig til að setja mér markmið, til að skemmta mér og til að líða vel.“ Síðastliðin fjögur ár hefur hún helgað sig alfarið baráttu sinni gegn fitufordómum. Hún kemur fram á ráðstefnum og skrifar pistla. Hún hefur mætt mikilli mótspyrnu, sérstaklega frá nettröllum sem ganga langt yfir öll mörk í gagnrýni sinni.Ragen er ótrúlega liðugNákvæmar morðhótanir „Það er stórt samfélag á netinu sem þrífst á því að áreita feitt fólk, og það er mjög gott í því. Það var 150 þúsund manna hópur á Reddit sem hafði þann eina tilgang að hata feitt fólk. Þaðan fæ ég marga tölvupósta um að ég eigi að drepa mig.“ „Ég fæ líka almennar líflátshótanir frá fólki sem segist ætla að berja mig svo fast í magann að ég drepist. Svo fæ ég mjög nákvæmar hótanir frá fólki sem veit hvar ég mun næst koma fram opinberlega og segist ætla að skjóta mig. Það er mjög óþægilegt þegar einhver hefur sagst ætla að drepa mig akkúrat klukkan korter í sjö á einhverri ráðstefnu. Þá fylgist maður vel með klukkunni.“„Hei, feita tík“ Ragen segir að hún verði samt aldrei fyrir meiri áreitni á opinberum vettvangi en einmitt þegar hún er að hreyfa sig. „Þegar ég var að æfa mig fyrir maraþonið sá ég einu sinni bíl leggja við hliðina á mér. Ég heyrði farþegann öskra „hei, feita tík“ og sneri mér við, því viðkomandi hlyti að vera að tala við mig. Það sátu tveir fullorðnir menn í bílnum og köstuðu í mig eggjum. Þegar ég tilkynnti að ég ætlaði í Járnmanninn sendu tveir aðilar mér póst og sögðust ætla að skrá sig í keppnina svo þeir gætu drekkt mér í sundinu.“ Hún segir feitt fólk almennt verða fyrir mikilli áreitni á opinberum vettvangi. „Það er sama fólk sem fer á netið og spyr af hverju feitt fólk hreyfi sig ekki meira og öskrar svo á okkur þegar við erum úti að hlaupa. Sú hugmynd virðist ríkjandi að það megi áreita feitt fólk. Það sé því í raun fyrir bestu. Með ofbeldi sé því komið í skilning um að það þurfi að létta sig.“Þrírautarkeppnin Járnmaðurinn felur í sér 180 km hjólreiðar, 3,2 km sund og heilt maraþonhlaupFitufordómar kerfisbundnir Hún segir fitufordóma hafa ýmsar birtingarmyndir og sumir séu kerfislægir. „Það eru til góðar rannsóknir sem sýna að feitt fólk er síður ráðið í störf og fær lægri laun en mjói samstarfsfélagi þeirra, óháð hæfni. Svo eru miklir fitufordómar í heilbrigðiskerfinu. Feit manneskja sem fer til læknis má búast við því að vera greind sem feit og send í megrun á meðan mjó manneskja með sömu kvilla fær lyf eða meðferð sem hæfir sjúkdómnum. Það eru til fataframleiðendur, eins og Abercrombie & Fitch, sem stæra sig af því að framleiða ekki föt fyrir feitt fólk. Eins og það geri merkið kúl.“ „Markmið mitt með baráttunni er að allir hafi aðgang að góðum upplýsingum um heilsu og fái frelsi til að velja sjálfir. Í Bandaríkjunum er í gangi stríð gegn offitu. Þyngd fólks er ekki lengur einkamál heldur mega allir hafa skoðanir á því. Okkur er kennt að þungir séu dragbítar á samfélaginu og sem samfélag höfum við ákveðið að feitir eigi skilið verri framkomu.“Lætur hótanir ekki stöðva sig. Þrátt fyrir að Ragen upplifi vissulega óþægindi vegna líflátshótana og áreitni hefur hún þetta um þær að segja: „Ef einhver gerir alvöru úr hótunum sínum og drepur mig vona ég að það verði til vakningar um að við verðum að hætta að koma fram við feitt fólk eins og gert er í dag. Ég vona að það hvetji annað feitt fólk til að stíga fram og segja hingað og ekki lengra. Ég myndi samt ekki vilja nota orðið píslarvottur, þetta er bara eitthvað sem ég hugsa um ef einhver fylgir hótununum eftir.“ Eins og áður segir er hún nú á fullu að æfa fyrir maraþon og Járnmanninn. „Ég get farið í splitt og pressað 400 kíló með löppunum. Ég elska að hreyfa mig. Ástæðan fyrir því að ég tek þátt í maraþoninu og Járnmanninum er að mig langar að stíga út fyrir þægindasvæðið mitt. Alla ævi hafði ég gert hluti sem ég var góð í og mér fannst vanta að ég þyrfti virkilega að kljást við eitthvað og vera lélegust. Það er kannski ekki skemmtilegt á meðan á því stendur, en þetta snýst um glansandi medalíuna í lokin.“
Tengdar fréttir Vilja vernda gróðurhúsin sem einkenni Hveragerðis Tillaga fulltrúa S-lista í bæjarstjórn Hveragerðis um að láta meta varðveislugildi gróðurhúsa í bænum var felld af meirihlutanum. Samkvæmt tillögunni átti matið að verða grundvöllur verndunar einstakra gróðurhúsa í Hveragerði. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Vilja vernda gróðurhúsin sem einkenni Hveragerðis Tillaga fulltrúa S-lista í bæjarstjórn Hveragerðis um að láta meta varðveislugildi gróðurhúsa í bænum var felld af meirihlutanum. Samkvæmt tillögunni átti matið að verða grundvöllur verndunar einstakra gróðurhúsa í Hveragerði. 14. september 2015 07:00