Innlent

Nýr þjóðarleikvangur hannaður sem víkingaskip

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Yfir þrjátíu hugmyndir að nýjum þjóðarleikvangi Íslendinga voru kynntar í Háskóla Reykjavíkur í dag. Hugmyndirnar voru unnar af fyrsta árs nemum í verkfræði, tæknifræði og íþróttafræði. Sumir hópar höfðu útfært leikvanginn eins og víkingaskip, Valhöll eða með norðurljósaþema.

Félagið Borgarbragur gerði á dögunum samning við Knattspyrnusamband Íslands um ráðgjöf vegna nýs þjóðarleikvangs. Pétur Marteinsson, annar eiganda Borgarbrags, útilokar ekki að einhver hugmynda háskólanemana verði fyrir valinu þegar kemur að útliti og hönnun vallarins: „Þau eru eins ólík og þau eru mörg en ég held að þetta séu einhver þrjátíu verk. Ég er ekki búin að sjá þetta allt, en það er mjög gaman af því hvað þessir krakkar eru kreatíf og hugsa í mörgum skrítnum lausnum“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×