Innlent

Fíkniefnin í Norrænu: Rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og á ekki heima í fjölmiðlum að sögn lögreglu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Efnin voru flutt til landsins með farþegaskipinu Norrænu.
Efnin voru flutt til landsins með farþegaskipinu Norrænu. vísir/óli kr.
Lögreglan á Austurlandi gefur ekkert efnislega upp um eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi. Þá vísar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu alfarið á lögregluna fyrir austan vegna málsins þar sem hún fer með forræði rannsóknarinnar. Þó liggur fyrir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn málsins.

Á þriðjudaginn lögðu tollverðir á Seyðisfirði hald á 90 kíló af hörðum efnum sem flutt voru til landsins með Norrænu. Efnin voru falin í bíl og var hollenskt par á fertugsaldri handtekið og úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald í kjölfarið.

Konan kærði úrskurðinn til Hæstaréttar en maðurinn undi gæsluvarðhaldinu. Tæknideild lögreglunnar vinnur nú að greiningu efnanna og á efnagreiningu að ljúka í dag.

Lögreglufulltrúi á Austurlandi segir í samtali við Vísi að lögreglan gefi ekkert upp um málið beint eða einstaka þætti þess. Hún vilji halda upplýsingum fyrir sig svo hægt sé að spyrja „menn ómengað“ í yfirheyrslum.

Fulltrúinn segir rannsókn málsins vera á viðkvæmu stigi og eigi ekki heima í fjölmiðlum eins og staðan er núna. Því vill hann hvorki gefa upp hvort lögreglan hafi fleiri grunaða í málinu né hvort fleiri hafi verið yfirheyrðir en parið sem situr í gæsluvarðhaldi.


Tengdar fréttir

Fíkniefni á hundruð milljóna

Hald var lagt á hátt í níutíu kíló af fíkniefnum á Seyðisfirði á þriðjudagsmorgun. Ljóst er að markaðsvirðið hleypur á hundruðum milljóna. Hollenskt par var dæmt í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna smyglsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×