Carla Bruni til liðs við Ford Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 14:19 Carla Bruni. Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent