Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn ingvar haraldsson skrifar 11. september 2015 09:46 Þingmennirnir vilja umtalsverðar framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn. vísir/rósa Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“ Alþingi Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“
Alþingi Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira