Erlent

Flagga fána Palestínu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fæstar Evrópuþjóðir greiddu atkvæði.
Fæstar Evrópuþjóðir greiddu atkvæði. Vísir/EPA
Palestínski fáninn fær að blakta við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eftir að 119 þjóðir af 193 greiddu atkvæði með tillögu um að flagga fánanum. Bandaríkin og Ísrael voru meðal átta þjóða sem greiddu atkvæði gegn því að fánanum yrði flaggað. 

Palestína er ekki formlegur meðlimur Sameinuðu þjóðanna en hefur stöðu áheyrnaraðila. Flestar Evrópuþjóðir greiddu ekki atkvæði. Rami Hamdallah, forsætisráðherra Palestínu, sagði að lokinni atkvæðagreiðslunni að þetta væri skref í átt að fullri aðild ríkisins að sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×