Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni.
Þetta staðfesti Jón Arnór í samtali við Karfan.is eftir leikinn gegn Tyrklandi á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld.
Jón Arnór þekkir vel til á Spáni en hann hefur leikið þar frá árinu 2009, fyrst með CB Granada, svo CAI Zaragoza og á síðasta tímabili lék hann með Unicaja Malaga.
Sjá einnig: Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta
Jón Arnór átti frábæran leik gegn Tyrkjum en hann skoraði 14 stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar í níu stiga tapi Íslands.
Jón Arnór semur við Valencia
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn

Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

