Hvalaskoðunarfyrirtæki hafnar ásökunum leiðsögumanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. september 2015 07:00 Gentle Giants gera út frá Húsavíkurhöfn. vísir/pjetur „Mín skoðun er að þetta sé bara keyrsla til að standa við einhverja samninga,“ segir Katrín Hjartar, fyrrverandi leiðsögumaður, um siglingar með ferðamenn við Ísland. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var sumarið óhemju erfitt hjá Grímseyjarferjunni Sæfara vegna slæms tíðarfars. Þar hafði áhöfnin vart undan að bera ælupoka í sjóveika farþega. Að sögn Katrínar lenti hún sumarið 2003 í ótrúlega erfiðri hvalaskoðunarferð með franska ferðamenn á Skjálfanda. Veður hafi ekki verið slæmt en mikil undirhalda hafi leikið farþegana grátt. „Það var gríðarlegur veltingur,“ segir Katrín og rifjar upp að nánast allir farþegarnir hafi verið sjóveikir. „Fólk bara ríghélt sér og kastaði upp þvers og kruss – þeim fannst þetta dálítið mikið.“Stefán GuðmundssonÍ þessari tilteknu ferð segir Katrín farþegana á engan hátt hafa notið sjóferðarinnar sem átt hafi að vera til skemmtunar. Ein konan hafi verið sérstaklega veik. „Ég hélt í alvöru að hún væri að deyja. Ég hef oft séð sjóveikt fólk en aldrei séð græna konu fyrr. Hún var gjörsamlega meðvitundarlaus strax á leiðinni út en þeir héldu bara áfram,“ segir Katrín. Andrúmsloftið um borð hafi verið algjörlega óskemmtilegt. „Fólk var ekki ánægt og þess vegna vildi ég að það yrði snúið við en það var ekki orðið við því. Ég held að ef fólk hefði vitað að þetta væri svona þá hefði það aldrei tekið í mál að fara.“ Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, segir öryggismálin standa ofar peningahagsmunum hjá fyrirtækinu. Þar starfi ákaflega hæfir skipstjórar sem meti aðstæður hverju sinni. „Það er algjörlega lagt í hendurnar á hverjum einasta skipstjóra hvort að hann fer út eða ekki. Samhliða er upplýsingum miðlað í miðasölu og stjórnstöð; þar ber okkar fólki skylda til þess að segja fólki hundrað prósent hvernig aðstæðurnar eru úti á sjó og við hverju það megi búast. Meira getum við ekki gert, annað en það að við bjóðum þeim líka sjóveikistöflur eða meðöl sem geta slegið á ef þau vilja,“ segir Stefán.Katrín Hjartar.Falli niður ferð eða er frestað segir Stefán að farþegum sé boðin ný brottför eða endurgreiðsla eigi þeir ekki kost á að fara þegar er færi. Hann hafnar því að farþegum sé att út í ólgusjó til að græða peninga. „Frá fyrstu mínútu er verið að huga að öryggismálum og þar koma peningar aldrei til sögunnar,“ segir Stefán. „Skipstjórarnir ákveða hvort það eru aðstæður til að fara út með farþega. Þetta er alveg á kristaltæru – þetta er ekkert úllendúllendoff.“ATH: Þó að í fréttinni sé rætt við framkvæmdastjóra Gentle Giants er ekki þar með sagt að hvalaskoðunarferðin frá árinu 2003 sem Katrín Hjartar lýsir hafi verið á vegum Gentle Giants. Sjálf segist Katrín ekki muna hvaða fyrirtæki sá um þessa ferð sem farin var frá Húsavík. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Hundruð ferðamanna urðu í sumar sjóveik í ferjunni Sæfara á leið frá Dalvík til Grímseyjar. Skipstjórinn segir ástæðuna ömurlegt veður. Margir völdu að gista í eynni til að reyna að fá flug til baka frekar en að stíga aftur um 10. september 2015 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
„Mín skoðun er að þetta sé bara keyrsla til að standa við einhverja samninga,“ segir Katrín Hjartar, fyrrverandi leiðsögumaður, um siglingar með ferðamenn við Ísland. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var sumarið óhemju erfitt hjá Grímseyjarferjunni Sæfara vegna slæms tíðarfars. Þar hafði áhöfnin vart undan að bera ælupoka í sjóveika farþega. Að sögn Katrínar lenti hún sumarið 2003 í ótrúlega erfiðri hvalaskoðunarferð með franska ferðamenn á Skjálfanda. Veður hafi ekki verið slæmt en mikil undirhalda hafi leikið farþegana grátt. „Það var gríðarlegur veltingur,“ segir Katrín og rifjar upp að nánast allir farþegarnir hafi verið sjóveikir. „Fólk bara ríghélt sér og kastaði upp þvers og kruss – þeim fannst þetta dálítið mikið.“Stefán GuðmundssonÍ þessari tilteknu ferð segir Katrín farþegana á engan hátt hafa notið sjóferðarinnar sem átt hafi að vera til skemmtunar. Ein konan hafi verið sérstaklega veik. „Ég hélt í alvöru að hún væri að deyja. Ég hef oft séð sjóveikt fólk en aldrei séð græna konu fyrr. Hún var gjörsamlega meðvitundarlaus strax á leiðinni út en þeir héldu bara áfram,“ segir Katrín. Andrúmsloftið um borð hafi verið algjörlega óskemmtilegt. „Fólk var ekki ánægt og þess vegna vildi ég að það yrði snúið við en það var ekki orðið við því. Ég held að ef fólk hefði vitað að þetta væri svona þá hefði það aldrei tekið í mál að fara.“ Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, segir öryggismálin standa ofar peningahagsmunum hjá fyrirtækinu. Þar starfi ákaflega hæfir skipstjórar sem meti aðstæður hverju sinni. „Það er algjörlega lagt í hendurnar á hverjum einasta skipstjóra hvort að hann fer út eða ekki. Samhliða er upplýsingum miðlað í miðasölu og stjórnstöð; þar ber okkar fólki skylda til þess að segja fólki hundrað prósent hvernig aðstæðurnar eru úti á sjó og við hverju það megi búast. Meira getum við ekki gert, annað en það að við bjóðum þeim líka sjóveikistöflur eða meðöl sem geta slegið á ef þau vilja,“ segir Stefán.Katrín Hjartar.Falli niður ferð eða er frestað segir Stefán að farþegum sé boðin ný brottför eða endurgreiðsla eigi þeir ekki kost á að fara þegar er færi. Hann hafnar því að farþegum sé att út í ólgusjó til að græða peninga. „Frá fyrstu mínútu er verið að huga að öryggismálum og þar koma peningar aldrei til sögunnar,“ segir Stefán. „Skipstjórarnir ákveða hvort það eru aðstæður til að fara út með farþega. Þetta er alveg á kristaltæru – þetta er ekkert úllendúllendoff.“ATH: Þó að í fréttinni sé rætt við framkvæmdastjóra Gentle Giants er ekki þar með sagt að hvalaskoðunarferðin frá árinu 2003 sem Katrín Hjartar lýsir hafi verið á vegum Gentle Giants. Sjálf segist Katrín ekki muna hvaða fyrirtæki sá um þessa ferð sem farin var frá Húsavík.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Hundruð ferðamanna urðu í sumar sjóveik í ferjunni Sæfara á leið frá Dalvík til Grímseyjar. Skipstjórinn segir ástæðuna ömurlegt veður. Margir völdu að gista í eynni til að reyna að fá flug til baka frekar en að stíga aftur um 10. september 2015 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Hundruð ferðamanna urðu í sumar sjóveik í ferjunni Sæfara á leið frá Dalvík til Grímseyjar. Skipstjórinn segir ástæðuna ömurlegt veður. Margir völdu að gista í eynni til að reyna að fá flug til baka frekar en að stíga aftur um 10. september 2015 08:00