Erlent

Bandaríkin taki við 10 þúsund flóttamönnum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Obama telur að Bandaríkin geti gert gott betur.
Obama telur að Bandaríkin geti gert gott betur. Nordic Photos/AFP
Talsmaður Hvíta hússins greindi frá því í gær að Obama Bandaríkjaforseti hafi áhuga á því að Bandaríkin taki á móti að lágmarki 10 þúsund sýrlenskum flóttamönnum á næsta fjárlagaári sem hefst 1. október.

Frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út hafa Bandaríkin boðið 1.500 flóttamenn velkomna.

Hingað til hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum talið bestu lausnina að veita fjárhagsaðstoð en um fjórum milljörðum dollara hefur verið varið í málefni sýrlenskra flóttamanna. Obama forseti mun hafa áhuga á að Bandaríkin axli ábyrgð með móttöku fleira flóttafólks. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×