Erlent

Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi.
Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. Vísir/Valli
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segist vera hugsi yfir aukinni þátttöku rússneska hersins í átökum í Sýrlandi. Rússar furða sig hins vegar á því sem utanríkisráðherra landsins kallar skrýtna histeríu í tengslum við þá aðstoð sem ríkið viðurkenni fúslega að veita sýrlenskum stjórnvöldum.

Talsmaður ráðuneytisins segir rússa lengi hafa skaffað sýrlenskum stjórnvöldum vopn og þau viðskipti séu samkvæmt samningum og standist alþjóðalög. Sérfræðingar starfi svo í Sýrlandi til að kenna sýrlenska stjórnarhernum á vopnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×