Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi hafa skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna og sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi samþykkti þessa ályktun á á fundi sínum í kvöld. Segir fulltrúaráðið Ólöfu hafa sýnt það í störfum sínum nú sem fyrr að hún býr yfir krafti, áræðni og reynslu til forystustarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur boðað að hún muni sækjast eftir endurkjöri í varaformannsembættið en Ólöf Nordal hefur hvorki viljað svara af eða á hingað til hvort hún ætli að sækjast eftir embættinu.

