Fótbolti

Varnarmaður Juventus settur í bann vegna ölvunaraksturs

Kristinn Páll teitsson skrifar
Martin Cacares í leik með Juventus.
Martin Cacares í leik með Juventus. Vísir/GEtty
Martin Cacares, úrúgvæski varnarmaður Juventus, missti ökuréttindin í dag og var settur í tímabundið bann hjá Juventus, eftir að hafa verið gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis í nótt.

Cacares klessti á tvo kyrrstæða bíla er hann keyrði Ferrari 458 Italia-bíl sinn í Tórínó í nótt og þegar lögreglan bað hann um að blása í áfengismæli kom í ljós að áfengismagn í blóðsýni hans væri yfir leyfilegum mörkum.

Juventus staðfesti á vefsíðu sinni í morgun að Cacares hefði verið settur í tímabundið bann en hann hefur leikið yfir 100 leiki fyrir félagið.

Verður hann því ekki í leikmannahóp Juventus gegn Sevilla á morgun í Meistaradeildinni en leikurinn fer fram á heimavelli Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×