Rússar íhuga loftárásir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2015 08:04 Vladimir Putin eftir allsherjarþingið.er Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58
Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00