Erlent

Ætla að banna óreyndum göngugörpum að fara á Everest

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
233 hafa dáið á leiðinni upp eða niður Everest frá árinu 1922.
233 hafa dáið á leiðinni upp eða niður Everest frá árinu 1922. Vísir/Getty
Óreyndir göngumenn munu ekki fá tækifæri til að ganga á Everest, hæsta fjall heims, innan tíðar. Nepölsk stjórnvöld hafa boðað reglur þess efnis í von um að bæta öryggi á fjallinu.

Ferðamálaráðherra landsins vonast til að búið verði að innleiða reglurnar fyrir vorið, þegar hundruð göngugarpa mæta jafnan til Nepal í von um að komast á 8.848 metra háan tindinn.

233 hafa dáið á leiðinni upp eða niður Everest frá árinu 1922 en á síðasta ári létust 16 sjerpar í snjóflóði en átján til viðbótar létust í öðru flóði í grunnbúðum fjallsins síðastliðið vor.


Tengdar fréttir

Tvö hundruð frosin lík enn á Everest

Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Spurningin: Af hverju leggur fólk í þessa hættuför, er aðkallandi við áhorfið. Ferðamannaiðnaðurinn er gagnrýndur fyrir að leyfa of mörgum óreyndum en ríkum ferðamönnum að reyna við toppinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×