Erlent

Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Pútín fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær.
Pútín fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. Vísir/AFP
Vladimir Pútín segir að Rússar og Bandaríkjamenn geti unnið saman að lausn á málefnum Sýrlendinga, þrátt fyrir að djúpstæður ágreiningur sé á milli ríkjanna um leiðtoga landsins. Þetta sagði hann að loknum 94 mínútna fundi með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í gær.

Pútín sagði við rússneska blaðamenn að loknum fundinum að hann og Obama hefðu fundið nokkra fleti á málinu sem þeir hefðu verið sammála um. Hann hafnaði þó ákalli, bæði Obama og forseti Frakklands, um að Bashar al-Assad verði komið frá valdastóli í Sýrlandi. Sagði Pútín að þeir væru ekki sýrlenskir ríkisborgarar og ættu því ekki að ráða hver væri við völd í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×