Íslenska landsliðið í tölvuleiknum Counter Strike tapaði nú í kvöld fyrir hinu sænska í riðlakeppni fyrir sextán liða úrslit heimsmeistarakeppninnar.
Fyrirfram var búist við erfiðri viðureign, en Svíarnir þykja harðir í horn að taka. Svo fór að Svíarnir báru sigur úr býtum með sextán vinningum gegn tólf.
Hér má horfa á viðureignina í heild sinni.
Riðlakeppnin heldur áfram á morgun og mun Ísland keppa þrjár viðureignir; gegn Noregi klukkan 16.30, gegn Bosníu og Hersegóvínu klukkan 18.30 og gegn Belgíu 19.30. Til stendur að sýna þessar viðureignir í beinni á Vísi líkt og gert var í kvöld.
Ekki tókst að kveða niður Svíagrýluna í Counter Strike

Tengdar fréttir

„Það verða allir stjarfir að fylgjast með“
Íslenska landsliðið í Counter-Strike keppir við hina ógnarsterku Svía í kvöld; á leið sinni í úrslit heimsmeistaramótsins.

Á góðri leið með að komast í úrslit á HM í Counter-Strike
Ísland vann Albaníu næsta léttilega og lögðu svo Tékka í æsispennandi viðureign; á leið á HM í Counter-Strike sem haldið verður í Serbíu um miðjan næsta mánuð.