Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. september 2015 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti bíður eftir því að komast að í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“ Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira