Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. september 2015 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti bíður eftir því að komast að í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“ Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira