Ferðaþjónustan svínar á starfsfólki sínu Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson, formaður einingar iðju Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira