Verksmiðja Thorsil í Helguvík mun rísa: Niðurstaða íbúakosninga skiptir engu máli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. september 2015 19:10 Frá Helguvík. Vísir/GVA Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“ Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“
Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14
Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10
Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35