Innlent

Verksmiðja Thorsil í Helguvík mun rísa: Niðurstaða íbúakosninga skiptir engu máli

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Frá Helguvík.
Frá Helguvík. Vísir/GVA
Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi.

„Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig.

Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.

Í fararbroddi íbúakosninga

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.

Halda áfram á sömu vegferð

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku.

Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð.

„Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“


Tengdar fréttir

Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember

Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×