Innlent

Chile og Síle jafnrétt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn karlalandsliðs Chile, já eða Síle, í knattspyrnu hafa átt góðu gengi að fagna undanfarið.
Stuðningsmenn karlalandsliðs Chile, já eða Síle, í knattspyrnu hafa átt góðu gengi að fagna undanfarið. Vísir/Getty
Starfshópur um ríkjaheiti hefur tekið saman uppfærðan lista yfir íslenskan rithátt á sjálfstæðum ríkjum í heiminum. Listann má nálgast á heimasíðu Árnastofnunar og kennir þar ýmissa grasa.

Á listanum má sjá heiti ríkjanna en einnig fullt eða formlegt heiti ríkis ef það er að einhverju leyti frábrugðið. Þannig er Arabalýðveldið Egyptaland fulla eða formlega heitið á Afríkuríkinu sem í flestum tilfellum er réttilega kallað Egyptaland.

Í sumum tilfellum má finna tvo rithætti fyrir ríkjaheiti og er ekki alltaf tekin afstaða til þess hvor er réttari en hin. Þar má efna Chile eða Síle en hvor ritháttur er réttur. Svo var einnig í eldri ráðleggingum á vef Árnastofnunar og hefur greinilega ekki fundist ástæða til að breyta því þótt skoðanir séu skiptar.

Er þannig talað um Chile-mann eða Sílemann. Sömuleiðis má ýmist segja Páfagarður eða Vatíkanið og jafnframt Sambía eða Zambia.

Í sumum tilvikum má í íslensku nota tvö mismunandi heiti eða ritmyndir um sama ríki.

Í skránni standa hin valkvæðu heiti í sama reit. Ef hin valkvæðu heiti eða ritmyndir hefjast á mismunandi bókstöfum (t.d. Cabo Verde og Grænhöfðaeyjar eða Sambía og Zambia).

Listann yfir ríkjaheitin má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×