Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York sem nú stendur yfir.
„Eins lengi og einn aðili hefur ekki áhuga á að ná málamiðlun með hinum aðilunum, er tilgangslaust að búast við einhverri breytingu.“
Moon sagði að meirihluti af þeim 250 þúsund manns sem hafa látið lífið frá upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi árið 2011 hafi látið lífið í loftárásum.
Leiðtogar Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og Íran eru á meðal þeirra sem eiga eftir að flytja ræðu á þinginu í dag. Fylgjast má með útsendingunni að neðan. Dagskrá fundarins má sjá hér.