Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 23:15 Um 200 manns voru á fundinum. Vísir/Tinni „Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“ Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“
Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00