Fótbolti

Rosenborg hafði betur gegn Íslendingahersveitinni í Viking

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hólmar Örn, leikmaður Rosenborg.
Hólmar Örn, leikmaður Rosenborg. Vísir/A
Fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar bar hæst sigur Rosenborg á Viking, 2-0.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg en Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Íslendingarnir hjá Viking komu allir við sögu en Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru báðir í byrjunarliðinu.

Jón Daði var tekinn af velli þegar um korter var eftir af leiknum. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom snemma inn á af varamannabekknum og undir lokin var Birni Daníel Sverrissyni skipt inná. Yann-Erik de Lanlay og Alexander Søderlund gerðu mörk Rosenborg í  leiknum.

Odd og Sarpsborg 08 gerðu 1-1 jafntefli. Haugesund vann Sandefjord 1-0 á útivelli og Tromsø gerði 1-1 jafntefli við Aalesund.

Rosenborg er í efsta sæti deildarinnar með 58 stig. Stabæk í því öðru með 47 stig og Strømsgodset í því þriðja með 46 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×