Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2015 13:22 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“ Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“
Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05
Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00
Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23