Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Bjarki Ármannsson skrifar 26. september 2015 19:45 Rúnar ásamt aðalleikurum myndarinnar, Atla Óskari og Rakel Björk Björnsdóttur, við frumsýningu Þrasta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Þrestir, nýjasta kvikmynd leikstjórans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rúnarssonar, var valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni í kvöld. Um mikinn heiður er að ræða, enda er hátíðin ein fárra í heiminum sem teljast til svokallaðra „A-kvikmyndahátíða.“ Rúnar, sem leikstýrir og skrifar handritið að myndinni, veitti verðlaununum viðtöku á hátíðinni, sem fram fer í borginni San Sebastián í Baskalandi á Spáni. Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt leikinn af Atla Óskari Fjalarssyni, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma.Sjá einnig: Eiginhandaáritanir og myndatökur Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hlaut sem kunnugt er aðalverðlaun í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár en ekki aðalverðlaun hátíðarinnar. Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011. Eldfjall ferðaðist víða um kvikmyndahátíðir heimsins og það sama má segja um tvær stuttmynda Rúnars, Smáfugla og Síðasta bæinn. Sú síðarnefnda hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmynd árið 2006.La Concha de Oro a la mejor Película del #63SSIFF es para Sparrows, de Rúnar Rúnarsson pic.twitter.com/CfAxCMpYq6— Festival S.Sebastián (@sansebastianfes) September 26, 2015 Óskarinn Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. 12. september 2015 15:06 Myndirnar í aðalverðlaunaflokki RIFF Tólf verk jafn margra leikstjóra keppa um Gullna lundann í ár en myndirnar eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er meðal mynda sem keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. 10. september 2015 07:30 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þrestir, nýjasta kvikmynd leikstjórans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rúnarssonar, var valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni í kvöld. Um mikinn heiður er að ræða, enda er hátíðin ein fárra í heiminum sem teljast til svokallaðra „A-kvikmyndahátíða.“ Rúnar, sem leikstýrir og skrifar handritið að myndinni, veitti verðlaununum viðtöku á hátíðinni, sem fram fer í borginni San Sebastián í Baskalandi á Spáni. Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt leikinn af Atla Óskari Fjalarssyni, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma.Sjá einnig: Eiginhandaáritanir og myndatökur Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hlaut sem kunnugt er aðalverðlaun í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár en ekki aðalverðlaun hátíðarinnar. Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011. Eldfjall ferðaðist víða um kvikmyndahátíðir heimsins og það sama má segja um tvær stuttmynda Rúnars, Smáfugla og Síðasta bæinn. Sú síðarnefnda hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmynd árið 2006.La Concha de Oro a la mejor Película del #63SSIFF es para Sparrows, de Rúnar Rúnarsson pic.twitter.com/CfAxCMpYq6— Festival S.Sebastián (@sansebastianfes) September 26, 2015
Óskarinn Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. 12. september 2015 15:06 Myndirnar í aðalverðlaunaflokki RIFF Tólf verk jafn margra leikstjóra keppa um Gullna lundann í ár en myndirnar eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er meðal mynda sem keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. 10. september 2015 07:30 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00
Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22
Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00
Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. 12. september 2015 15:06
Myndirnar í aðalverðlaunaflokki RIFF Tólf verk jafn margra leikstjóra keppa um Gullna lundann í ár en myndirnar eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er meðal mynda sem keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. 10. september 2015 07:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein