Obama og Xi boða loftslagsaðgerðir Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. september 2015 07:00 Xi Jinping og Barack Obama greinir á um margt en þeir komu sér þó saman um að draga eitthvað úr mengun ríkjanna á næstu áratugum. NordicPhotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira