Tvö hundruð frosin lík enn á Everest Snærós Sindradóttir skrifar 26. september 2015 07:00 „Á þessum tíma, þegar við erum að fara á Everest 1997, var þetta búið að vera mitt aðal áhugamál í fimmtán ár,“ segir Hallgrímur Magnússon Everestfari. Eftir heimkomuna skrifaði hann í félagi við þrjá bókina Everest, Íslendingar á hæsta fjalli heims. Í bókinni er því meðal annars lýst þegar haldið var á líki japanskrar konu niður af fjallinu en hún hafði dáið þar ári áður. Hún er ein fárra sem komið hefur verið með niður. Fjallið er gröf flestra sem láta lífið í hlíðum þess. Konan, Yasuko Namba, er eitt burðarhlutverka í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks Everest. Íslenski hópurinn komst alla leið á toppinn en hluti af hópnum lenti í hremmingum í miklu óveðri. Svona lýsir Hallgrímur því í bókinni: „Ég lá og horfði út í sortann. Gegnum kollinn flugu hugsanir sem ég hafði vonað að ég þyrfti aldrei að kljást við. Ég var viss um að Hugo myndi deyja þá um nóttina, einn undir skafli á Suðurtindi, þessum nöturlega og einmanalega stað, þar sem ég hafði farið um nokkrum dögum áður, sama stað og mig hafði dreymt um að komast á síðan ég var lítill strákur og las Brött spor eftir Edmund Hillary. Sá staður var svo nálægður en gat samt allt eins verið á tunglinu þessa nótt – svo fjarlægt var það mannlegum mætti að komast þangað upp.“ Það liggur beinast við að spyrja hvers vegna einhver leggur upp í þessa hættuför. „Það var löngunin hjá okkur að ná alla leið í áhugamálinu. Það voru engar annarlegar hvatir heldur var þetta bara áhugamál númer eitt tvö og þrjú og þetta var síðasta skrefið í ákveðinni tegund fjallamennsku. Það var bara að komast alla leið á hæsta fjall,“ segir Hallgrímur. Hann og hans félagar æfðu mikið fyrir gönguna. Þeir gengu meðal annars á Mont Blanc og Cho Oyu nokkrum árum áður. Þeir höfðu fórnað öllu fyrir áhugamálið, að sögn Hallgríms, og stundað fjallamennsku næstum eins og atvinnumenn.Hallgrímur Magnússon, Everest-fari.vísir/stefán„Áhættustuðullinn er hár, þetta er hættulegt fjall, en við gengum út frá þessu sem áhugamáli og fjallamennsku sem við þekktum mjög vel. Við vissum nákvæmlega að hverju við vorum að ganga. Margir sem fara á fjallið vita ekki neitt og það er ámælisvert að mínu mati. Að túristavæða svona há fjöll er ekki mér að skapi,“ segir Hallgrímur. Hann var þrítugur þegar hann gekk á fjallið. Hann toppaði semsagt snemma, í bókstaflegri merkingu. „Minn áhugi á háfjallamennsku hvarf í sjálfu sér við þetta. Það er ekkert sjálfgefið að það gerist en það minnkar áhuginn á að fara í hæð. En ég á eftir að fara aftur til Himalayja. Ég fer þangað sem ég hef áhuga á þá stundina og ég hef haldið áfram minni fjallamennsku alla tíð sína en áherslurnar breytast.“ Aðspurður hvort hann eigi góðar eða slæmar minningar frá göngunni á Everest segir Hallgrímur: „Ég hef bara góðar. Þetta reyndist okkur nokkuð erfitt, við lentum í vondum veðrum og vorum tæpir á því að komast upp þannig að upplifunin var ljúfsár að einhverju leyti en að jafnaði á maður bara góðar upplifanir af mínum ferðum, hvort sem maður kemst á topp eða ekki.“ „En ef þú spyrð mig, ráðlegg ég einhverjum að fara? Ég ráðlegg engum að fara á þetta fjall nema að fara í gegnum mjög miklar æfingar og prófa sig í hæð áður en farið er af stað,“ segir Hallgrímur að lokum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Á þessum tíma, þegar við erum að fara á Everest 1997, var þetta búið að vera mitt aðal áhugamál í fimmtán ár,“ segir Hallgrímur Magnússon Everestfari. Eftir heimkomuna skrifaði hann í félagi við þrjá bókina Everest, Íslendingar á hæsta fjalli heims. Í bókinni er því meðal annars lýst þegar haldið var á líki japanskrar konu niður af fjallinu en hún hafði dáið þar ári áður. Hún er ein fárra sem komið hefur verið með niður. Fjallið er gröf flestra sem láta lífið í hlíðum þess. Konan, Yasuko Namba, er eitt burðarhlutverka í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks Everest. Íslenski hópurinn komst alla leið á toppinn en hluti af hópnum lenti í hremmingum í miklu óveðri. Svona lýsir Hallgrímur því í bókinni: „Ég lá og horfði út í sortann. Gegnum kollinn flugu hugsanir sem ég hafði vonað að ég þyrfti aldrei að kljást við. Ég var viss um að Hugo myndi deyja þá um nóttina, einn undir skafli á Suðurtindi, þessum nöturlega og einmanalega stað, þar sem ég hafði farið um nokkrum dögum áður, sama stað og mig hafði dreymt um að komast á síðan ég var lítill strákur og las Brött spor eftir Edmund Hillary. Sá staður var svo nálægður en gat samt allt eins verið á tunglinu þessa nótt – svo fjarlægt var það mannlegum mætti að komast þangað upp.“ Það liggur beinast við að spyrja hvers vegna einhver leggur upp í þessa hættuför. „Það var löngunin hjá okkur að ná alla leið í áhugamálinu. Það voru engar annarlegar hvatir heldur var þetta bara áhugamál númer eitt tvö og þrjú og þetta var síðasta skrefið í ákveðinni tegund fjallamennsku. Það var bara að komast alla leið á hæsta fjall,“ segir Hallgrímur. Hann og hans félagar æfðu mikið fyrir gönguna. Þeir gengu meðal annars á Mont Blanc og Cho Oyu nokkrum árum áður. Þeir höfðu fórnað öllu fyrir áhugamálið, að sögn Hallgríms, og stundað fjallamennsku næstum eins og atvinnumenn.Hallgrímur Magnússon, Everest-fari.vísir/stefán„Áhættustuðullinn er hár, þetta er hættulegt fjall, en við gengum út frá þessu sem áhugamáli og fjallamennsku sem við þekktum mjög vel. Við vissum nákvæmlega að hverju við vorum að ganga. Margir sem fara á fjallið vita ekki neitt og það er ámælisvert að mínu mati. Að túristavæða svona há fjöll er ekki mér að skapi,“ segir Hallgrímur. Hann var þrítugur þegar hann gekk á fjallið. Hann toppaði semsagt snemma, í bókstaflegri merkingu. „Minn áhugi á háfjallamennsku hvarf í sjálfu sér við þetta. Það er ekkert sjálfgefið að það gerist en það minnkar áhuginn á að fara í hæð. En ég á eftir að fara aftur til Himalayja. Ég fer þangað sem ég hef áhuga á þá stundina og ég hef haldið áfram minni fjallamennsku alla tíð sína en áherslurnar breytast.“ Aðspurður hvort hann eigi góðar eða slæmar minningar frá göngunni á Everest segir Hallgrímur: „Ég hef bara góðar. Þetta reyndist okkur nokkuð erfitt, við lentum í vondum veðrum og vorum tæpir á því að komast upp þannig að upplifunin var ljúfsár að einhverju leyti en að jafnaði á maður bara góðar upplifanir af mínum ferðum, hvort sem maður kemst á topp eða ekki.“ „En ef þú spyrð mig, ráðlegg ég einhverjum að fara? Ég ráðlegg engum að fara á þetta fjall nema að fara í gegnum mjög miklar æfingar og prófa sig í hæð áður en farið er af stað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira