Tvö hundruð frosin lík enn á Everest Snærós Sindradóttir skrifar 26. september 2015 07:00 „Á þessum tíma, þegar við erum að fara á Everest 1997, var þetta búið að vera mitt aðal áhugamál í fimmtán ár,“ segir Hallgrímur Magnússon Everestfari. Eftir heimkomuna skrifaði hann í félagi við þrjá bókina Everest, Íslendingar á hæsta fjalli heims. Í bókinni er því meðal annars lýst þegar haldið var á líki japanskrar konu niður af fjallinu en hún hafði dáið þar ári áður. Hún er ein fárra sem komið hefur verið með niður. Fjallið er gröf flestra sem láta lífið í hlíðum þess. Konan, Yasuko Namba, er eitt burðarhlutverka í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks Everest. Íslenski hópurinn komst alla leið á toppinn en hluti af hópnum lenti í hremmingum í miklu óveðri. Svona lýsir Hallgrímur því í bókinni: „Ég lá og horfði út í sortann. Gegnum kollinn flugu hugsanir sem ég hafði vonað að ég þyrfti aldrei að kljást við. Ég var viss um að Hugo myndi deyja þá um nóttina, einn undir skafli á Suðurtindi, þessum nöturlega og einmanalega stað, þar sem ég hafði farið um nokkrum dögum áður, sama stað og mig hafði dreymt um að komast á síðan ég var lítill strákur og las Brött spor eftir Edmund Hillary. Sá staður var svo nálægður en gat samt allt eins verið á tunglinu þessa nótt – svo fjarlægt var það mannlegum mætti að komast þangað upp.“ Það liggur beinast við að spyrja hvers vegna einhver leggur upp í þessa hættuför. „Það var löngunin hjá okkur að ná alla leið í áhugamálinu. Það voru engar annarlegar hvatir heldur var þetta bara áhugamál númer eitt tvö og þrjú og þetta var síðasta skrefið í ákveðinni tegund fjallamennsku. Það var bara að komast alla leið á hæsta fjall,“ segir Hallgrímur. Hann og hans félagar æfðu mikið fyrir gönguna. Þeir gengu meðal annars á Mont Blanc og Cho Oyu nokkrum árum áður. Þeir höfðu fórnað öllu fyrir áhugamálið, að sögn Hallgríms, og stundað fjallamennsku næstum eins og atvinnumenn.Hallgrímur Magnússon, Everest-fari.vísir/stefán„Áhættustuðullinn er hár, þetta er hættulegt fjall, en við gengum út frá þessu sem áhugamáli og fjallamennsku sem við þekktum mjög vel. Við vissum nákvæmlega að hverju við vorum að ganga. Margir sem fara á fjallið vita ekki neitt og það er ámælisvert að mínu mati. Að túristavæða svona há fjöll er ekki mér að skapi,“ segir Hallgrímur. Hann var þrítugur þegar hann gekk á fjallið. Hann toppaði semsagt snemma, í bókstaflegri merkingu. „Minn áhugi á háfjallamennsku hvarf í sjálfu sér við þetta. Það er ekkert sjálfgefið að það gerist en það minnkar áhuginn á að fara í hæð. En ég á eftir að fara aftur til Himalayja. Ég fer þangað sem ég hef áhuga á þá stundina og ég hef haldið áfram minni fjallamennsku alla tíð sína en áherslurnar breytast.“ Aðspurður hvort hann eigi góðar eða slæmar minningar frá göngunni á Everest segir Hallgrímur: „Ég hef bara góðar. Þetta reyndist okkur nokkuð erfitt, við lentum í vondum veðrum og vorum tæpir á því að komast upp þannig að upplifunin var ljúfsár að einhverju leyti en að jafnaði á maður bara góðar upplifanir af mínum ferðum, hvort sem maður kemst á topp eða ekki.“ „En ef þú spyrð mig, ráðlegg ég einhverjum að fara? Ég ráðlegg engum að fara á þetta fjall nema að fara í gegnum mjög miklar æfingar og prófa sig í hæð áður en farið er af stað,“ segir Hallgrímur að lokum. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
„Á þessum tíma, þegar við erum að fara á Everest 1997, var þetta búið að vera mitt aðal áhugamál í fimmtán ár,“ segir Hallgrímur Magnússon Everestfari. Eftir heimkomuna skrifaði hann í félagi við þrjá bókina Everest, Íslendingar á hæsta fjalli heims. Í bókinni er því meðal annars lýst þegar haldið var á líki japanskrar konu niður af fjallinu en hún hafði dáið þar ári áður. Hún er ein fárra sem komið hefur verið með niður. Fjallið er gröf flestra sem láta lífið í hlíðum þess. Konan, Yasuko Namba, er eitt burðarhlutverka í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks Everest. Íslenski hópurinn komst alla leið á toppinn en hluti af hópnum lenti í hremmingum í miklu óveðri. Svona lýsir Hallgrímur því í bókinni: „Ég lá og horfði út í sortann. Gegnum kollinn flugu hugsanir sem ég hafði vonað að ég þyrfti aldrei að kljást við. Ég var viss um að Hugo myndi deyja þá um nóttina, einn undir skafli á Suðurtindi, þessum nöturlega og einmanalega stað, þar sem ég hafði farið um nokkrum dögum áður, sama stað og mig hafði dreymt um að komast á síðan ég var lítill strákur og las Brött spor eftir Edmund Hillary. Sá staður var svo nálægður en gat samt allt eins verið á tunglinu þessa nótt – svo fjarlægt var það mannlegum mætti að komast þangað upp.“ Það liggur beinast við að spyrja hvers vegna einhver leggur upp í þessa hættuför. „Það var löngunin hjá okkur að ná alla leið í áhugamálinu. Það voru engar annarlegar hvatir heldur var þetta bara áhugamál númer eitt tvö og þrjú og þetta var síðasta skrefið í ákveðinni tegund fjallamennsku. Það var bara að komast alla leið á hæsta fjall,“ segir Hallgrímur. Hann og hans félagar æfðu mikið fyrir gönguna. Þeir gengu meðal annars á Mont Blanc og Cho Oyu nokkrum árum áður. Þeir höfðu fórnað öllu fyrir áhugamálið, að sögn Hallgríms, og stundað fjallamennsku næstum eins og atvinnumenn.Hallgrímur Magnússon, Everest-fari.vísir/stefán„Áhættustuðullinn er hár, þetta er hættulegt fjall, en við gengum út frá þessu sem áhugamáli og fjallamennsku sem við þekktum mjög vel. Við vissum nákvæmlega að hverju við vorum að ganga. Margir sem fara á fjallið vita ekki neitt og það er ámælisvert að mínu mati. Að túristavæða svona há fjöll er ekki mér að skapi,“ segir Hallgrímur. Hann var þrítugur þegar hann gekk á fjallið. Hann toppaði semsagt snemma, í bókstaflegri merkingu. „Minn áhugi á háfjallamennsku hvarf í sjálfu sér við þetta. Það er ekkert sjálfgefið að það gerist en það minnkar áhuginn á að fara í hæð. En ég á eftir að fara aftur til Himalayja. Ég fer þangað sem ég hef áhuga á þá stundina og ég hef haldið áfram minni fjallamennsku alla tíð sína en áherslurnar breytast.“ Aðspurður hvort hann eigi góðar eða slæmar minningar frá göngunni á Everest segir Hallgrímur: „Ég hef bara góðar. Þetta reyndist okkur nokkuð erfitt, við lentum í vondum veðrum og vorum tæpir á því að komast upp þannig að upplifunin var ljúfsár að einhverju leyti en að jafnaði á maður bara góðar upplifanir af mínum ferðum, hvort sem maður kemst á topp eða ekki.“ „En ef þú spyrð mig, ráðlegg ég einhverjum að fara? Ég ráðlegg engum að fara á þetta fjall nema að fara í gegnum mjög miklar æfingar og prófa sig í hæð áður en farið er af stað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent