Lífið

Skrifaði bók með ömmu sinni

Embla Karen er mikill klifurkappi og fer stundum að klifra í Klifurhúsinu. Hér er hún að sveifla sér í kaðli í garðinum hjá sér.
Embla Karen er mikill klifurkappi og fer stundum að klifra í Klifurhúsinu. Hér er hún að sveifla sér í kaðli í garðinum hjá sér. Fréttablaðið/Vilhelm
Embla Karen Garpsdóttir er sjö ára og er í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Hún les mikið og hefur einnig gaman af því að skrifa, fara á hestbak og leika við vini sína.  

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Að vera í smíði, þá smíða ég. Núna er ég að smíða fuglahús.

Ertu að æfa eitthvað? Ég er að æfa fimleika tvisvar í viku.

Hver er uppáhaldsbókin þín og lestu mikið? Já, já, ég les svona eina bók á viku. Snuðra og Tuðra er uppáhaldsbókin mín. Hún er um tvær systur sem eru alltaf að rífast hvor í annarri. Önnur þeirra meiddi sig og þá læra þær að vera góðar hvor við aðra.

Þú skrifaðir sjálf bók sem þú gafst út, um hvað fjallaði hún? Bókin heitir Ruglan og fjallar um rugluna. Ef maður verður leiður þá á maður að fara hlæja eða fara að hugga. Einu sinni þegar amma mín var að passa mig, hún er rithöfundur og heitir Elísabet Jökulsdóttir, þá töluðum við aðeins um rugluna og okkur datt í hug að búa til bók. Og við gerðum bara bókina en hún er uppseld samt.

Hver eru áhugamálin þín? Fara á hestbak, fimleikar, skrifa og leika við vini mína, sérstaklega Júlíu.

Þú bjóst einu sinni í útlöndum, hvar var það og hvernig var það öðruvísi en að búa á Íslandi? Ég var úti í Vancouver, mér fannst það rosalega öðruvísi, því bæði talaði ég ensku og alls konar meira. Kennarinn minn úti var rosalega ljúfur. Veðrið var eiginlega alltaf heitt, en stundum var rigning. Bækurnar voru á ensku og það var stundum erfitt að skrifa á ensku.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég ætla verða leikskólakennari.

Áttu gæludýr eða langar þig að eiga gæludýr? Ég á ekkert gæludýr en mig langar að eignast hund. Litlu systur mína langar að eignast kött.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×