Ást fyrir alla Andrés Ingi Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar