„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2015 18:25 Af þeim tíu dómurum sem skipa hæstarétt er ein kona. Vísir/GVA Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16
Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35