Innlent

Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Tíu kvennasamtök hafa lýst yfir undrun vegna starfshátta innanríkisráðherra. Samtökin mótæla að einungis karlar hafi verið skipaði í dómnefndina sem meta á hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara.

Um er að ræða samtökin Aflið, Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú og W.O.M.E.N in Iceland.

„Við minnum á jafnréttislög þar sem skýrt er kveðið á um að hlutfall kynjanna skuli vera sem jafnast.“

Í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna segir að árið 2014 hafi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sent frá sér skýrslu þar sem bent var á nauðsyn þess að auka þekkingu og skilning innan íslenska dómskerfisins á málefnum kynjanna.

„Sú ábending var gerð í tengslum við alvarlegar athugasemdir sem gerðar voru við meðferð kynferðisbrota og kynbundins ofbeldis í íslenska dómskerfinu. Í sömu skýrslu voru athugasemdir gerðar við fæð kvenna í íslenska dómskerfinu. Þegar skýrslan var skrifuð voru konur 2 af 12 dómurum Hæstaréttar. Núna er ein kona dómari af 9 dómurum Hæstaréttar.“

Þá er einnig bent á kröfur norrænu kvennahreyfingarinnar frá fundi í Svíþjóð í fyrra. Þar var þess krafist að opinberum aðilum yrði skylt að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.

„Við getum gert betur. Við eigum að gera betur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×