Jonathan Glenn líklega á leið til Lilleström Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 13:00 Jonathan Glenn er búinn að skora ellefu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/anton Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira