Innlent

Sigmundur Davíð tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið

Atli Ísleifsson skrifar
Forsætisráðherra mun taka þátt í leiðtogafund um jafnréttismál og valdeflingu kvenna.
Forsætisráðherra mun taka þátt í leiðtogafund um jafnréttismál og valdeflingu kvenna. Vísir/Daníel
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun taka þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun. Til stendur að samþykkja ný sjálfbær þróunarmarkmið, alls sautján talsins, ásamt pólitískri yfirlýsingu og áætlun um framkvæmd og eftirfylgni.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytisins segir að forsætisráðherra muni jafnframt taka þátt í leiðtogafundi um jafnréttismál og valdeflingu kvenna, sem boðað er til í tilefni af tuttugu ára afmæli Peking yfirlýsingar og framkvæmdaáætlunar.

„Forsætisráðherra mun jafnframt taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman. Þar mun hann m.a. taka þátt í sérstökum umræðum um málefni farenda og flóttafólks, um ójöfnuð og jafnrétti og um orkumál,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×