Innlent

Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög.
Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur kallað eftir því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra hunsi niðurstöðu nefndar sem fjallaði um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Hæstarétt.

Dómnefndin var aðeins skipuð körlum og segir Sóley einboðið að Ólöf endurskoði þetta, og vísar þar í ákvæði jafnréttislaga sem kveða á um að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

„Það er einboðið að niðurstaða þessarar dómnefndar getur ekki staðiðst. Dómnefndin virðist hafa verið skipuð þvert á lög um jöfn hlutföll kynjanna í nefndum sem þessum og það er alveg ljóst að svona skipuð nefnd getur ekki komist að niðurstöðu sem er í samræmi við lög,“ segir hún. 

Sóley segist vona að Ólöf átti sig sjálf á þessu án þess að kvarta þurfi formlega yfir málinu; sem hún sé þó tilbúin til að gera. 

RÚV greindi frá því í gær að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að Karl Axelsson lögmaður væri hæfastur í starf dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×