Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2015 22:20 Bílar keyra niður Laugaveginn í dag en opnað var fyrir bílaumferð í gær á þeim hluta götunnar sem lokaður var í sumar. vísir Opnað var aftur fyrir bílaumferð á Laugaveginum í gær sem og á öðrum sumargötum í miðborg Reykjavíkur. Lokað var fyrir bílaumferð á Laugavegi frá Vatnsstíg en upphaflega átti að opna fyrir umferð þann 15. september. Sumargötutímabilið var hins vegar framlengt um eina viku vegna Samgönguviku. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þess að loka þessum hluta Laugavegarins fyrir umferð en Vísir fór á stúfana í dag og tók púlsinn á nokkrum kaupmönnum eftir sumarið. Brynjar Jóhannesson, verslunarstjóri í Fjallakofanum á Laugavegi 11, segir að sumarið þar hafi verið ótrúlega gott. Það að lokað hafi verið fyrir bílaumferð hafi haft jákvæð áhrif á viðskiptin en eitt hliðanna sem lokar fyrir bílaumferð er beint fyrir framan verslunina. „Þetta eykur náttúrulega gangandi traffík sem skilar sér miklu meira hingað heldur en þegar það er opið fyrir bílana. Fólk dreifir aðeins meira úr sér þegar það hefur meira pláss,“ segir Brynjar. Hann segir það vissulega hafa ýmsa kosti og galla í för með sér að hafa lokað fyrir bílaumferð og það sé misjafnt eftir verslunum hvaða áhrif þetta hafi á viðskiptin. Kúnnahópur Fjallakofans kippi sér kannski ekki mikið upp við það að þurfa að rölta smá spöl til að fara í búðina.Brynjar Jóhannesson, verslunarstjóri í Fjallakofanum við hliðið sem er beint fyrir utan verslunina á Laugavegi.vísirLokað þegar það er gott veður en opið þegar það er skítaveður„Það hefur virkað fínt í sumar að þeir hafa verið að loka hliðunum rétt fyrir hádegi þannig að fólk hefur getað keyrt hér á morgnana. Borgin hefur því aðeins verið að koma til móts við ýmsar raddir innan raða kaupmanna.“ Aðspurður hvort að hann vilji sjá lokað fyrir umferð allt árið eða lengur inn í haustið segir hann: „Ég held það myndi fara eftir því hvernig það væri útfært. Ég veit ekki hvort traffíkin er það mikil að það þurfi að hafa lokað fyrir umferð. Það mætti kannski bara fara eftir veðri og loka götunni þegar það er gott veður en hafa opið þegar það er skítaveður.“ Brynjar bendir líka á að ekki sé mikið af bílastæðum neðst á Laugaveginum svo fólk þurfi oftast að labba eitthvað. „Það eru fleiri stæði efst á Laugaveginum en svo eru bílastæðin í hliðargötunum. Það er því nærtækara að leggja þar og þær götur eru opnar allt árið.“Hrannar Freyr Hallgrímsson, gullsmíðameistari í Gullkúnst Helgu.vísirDraumur að búið sé að opnaHrannar Freyr Hallgrímsson er gullsmíðameistari í Gullkúnst Helgu sem er hinu megin við götuna frá Fjallakofanum. Hann segir að það sé draumur að búið sé að opna fyrir bílaumferð á ný. „Það er náttúrulega búið að vera skítaveður þannig að það er bara frábært að fá Laugaveginn opinn aftur fyrir umferð,“ segir Hrannar sem líst ekki á að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring. „Nei, ég er ekki hlynntur því. Það verður að vera hér flæði á umferð. Það er kalt og leiðinlegt veður og Íslendingar eru vanir því að geta keyrt upp að búðinni og stokkið inn.“ Hann segir að lokunin hafi haft áhrif á viðskipti Íslendinga við verslunina en þau muni glæðast á ný nú þegar hægt verður að keyra götuna. Í sumar hafi um 70-80 prósent af viðskiptavinunum verið erlendir ferðamenn. „Ég skil alveg að það sé lokað fyrir bílaumferð hér yfir hásumarið, frá 1. júní til 1. september en það eru bara 4-5 gráður hér í maí og ekki sála á götunni. Núna erum við svo komin langt inn í september, það var bara opnað í gær og þú sérð hvernig veðrið er, bara grenjandi rigning.“Svava Halldórsdóttir, verslunarstjóri Hrím hönnunarhúss.vísirVeðrið léleg afsökun fyrir því að labba ekki Laugaveginn Svava Halldórsdóttir, verslunarstjóri Hrím hönnunarhúss á Laugavegi, segir að lokunin hafi frekar haft góð áhrif á viðskiptin heldur en hitt. Sumarið hafi verið mjög fínt; ferðamenn hafi verið fyrr á ferðinni í vor en áður og eru lengur fram á haustið. „Við erum með nokkuð blandaðan kúnnahóp. Það kemur mikið af útlendinum en við eigum líka mikið af góðum og tryggum íslenskum viðskiptavinum. Það er kannski aðeins meira af útlendingum á sumrin en líka mikið af Íslendingum,“ segir Svava. Hún segir að það að loka fyrir bílaumferð á Laugaveginum geri það að verkum að fólk geri ef til vill meira úr bæjarferðinni en annars. „Það er alveg hægt að finna bílastæði hér og fólk röltir bara meira um Laugaveginn. Það eyðir kannski meiri tíma hér og kíkir í fleiri verslanir í staðinn fyrir að stökkva bara út úr bílnum og inn í eina búð. Þannig að mér finnst allir græða á þessum, kaffihús, verslanir og veitingastaðir.“ Aðspurð hvernig henni lítist á að loka fyrir bílaumferð allt árið um kring segist hún ekki viss með það. „En ég myndi alveg vilja sjá að hér væri lokað fyrir umferð bara frá sumarbyrjun og fram til áramóta. Þá væri til dæmis hægt að hafa hér jólamarkað eins og tíðkast víða í borgum erlendis.“ Svava segir að veðrið sé léleg afsökun fyrir því að labba ekki Laugveginn. „Við búum nú einu sinni á Íslandi. Það er fullt af fínum íslenskum fatamerkjum, eins og til dæmis 66° Norður og Cintamani, sem framleiða hlýjan fatnað. Það ætti því alveg að vera hægt að klæða sig vel og labba Laugaveginn þó að það sé ekki sól og sumar.“Gísli Freyr, verslunarstjóri Dogma á Laugavegi.Fólk ekki með það á hreinu hvar lokunin byrjaðiGísli Páll er verslunarstjóri í Dogma á Laugaveginum en fyrsta hliðið sem lokar götunni fyrir bílaumferð er beint fyrir framan búðina. Það hefur því verið opið fyrir umferð við verslunina í sumar. „Það hefur verið mikið að gera en ég myndi segja að 92 prósent kúnnanna séu ferðamenn. Ég veit ekki hvort að lokunin hefur haft einhver áhrif en rútur hafa mikið stoppað hér beint fyrir framan með túrista og hleypt þeim hér út því lokunin byrjar hérna alveg við. Það stoppaði mikið umferðina hérna upp eftir og það myndaðist oft teppa,“ segir Gísli. Hann segist einnig hafa tekið eftir því að fólk hafi almennt ekki verið með það á hreinu hvar lokunin byrjaði. Fólk hafi jafnvel verið að reyna að leggja á stöðum þar sem var lokað, keyra upp á gangstéttir og annað slíkt. „Þetta hefur kannski ekki mikil áhrif á kúnnahópinn því þetta eru mest ferðamenn hér. En það er auðvitað ekki eins fyrir allar verslanir hvaða áhrif þetta hefur á reksturinn.“ Aðspurður hvernig honum lítist á hugmyndir um að loka fyrir bílaumferð, til dæmis um jólin segir hann: „Ég hugsa að það yrði verra í íslenska slabbinu og svona. Þessir auka 50 metrar geta alveg breytt því hvort þú ert í bænum í 3 tíma eða 20 mínútur. Við erum líka svona jólagjafabúð, fólk kemur hér og tæmir búðina fyrir jólin. Þetta væri kannski öðruvísi ef það væri mokað almennilega hérna eða ef gatan væri upphituð.“Hliðið við Vatnsstíg þar sem lokunin á Laugavegi byrjaði.vísirGætu lokað fyrir umferð í kringum Airwaves og jólin Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að borgin haldi þeim möguleika opnum að hafa lokað fyrir bílaumferð á Laugaveginum í vetur í kringum Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem er haldin dagana 4.-8. nóvember og svo dagana fyrir jól. Hann segir það fara eftir veðri og vindum hvort götunni verði lokað. „Svo ætlum við í framhaldinu að setjast niður og ákveða framhaldið með þessar opnanir eða lokanir en ég á von á því að það verði lokað á næsta ári frá 1. maí til 1. október. Svo hef ég líka sagt að það sé langbest að koma einhverri fastri reglu á þetta þannig að við séum ekki að ræða þetta á hverju ári,“ segir Hjálmar. Tengdar fréttir Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við lokun umferðar við Laugaveg sé við götuna þar sem öll umferð beinist þar niður. Varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs segir til greina koma að endurskoða lokunina en það verði ekki gert fyrr en í haust. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Opnað var aftur fyrir bílaumferð á Laugaveginum í gær sem og á öðrum sumargötum í miðborg Reykjavíkur. Lokað var fyrir bílaumferð á Laugavegi frá Vatnsstíg en upphaflega átti að opna fyrir umferð þann 15. september. Sumargötutímabilið var hins vegar framlengt um eina viku vegna Samgönguviku. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þess að loka þessum hluta Laugavegarins fyrir umferð en Vísir fór á stúfana í dag og tók púlsinn á nokkrum kaupmönnum eftir sumarið. Brynjar Jóhannesson, verslunarstjóri í Fjallakofanum á Laugavegi 11, segir að sumarið þar hafi verið ótrúlega gott. Það að lokað hafi verið fyrir bílaumferð hafi haft jákvæð áhrif á viðskiptin en eitt hliðanna sem lokar fyrir bílaumferð er beint fyrir framan verslunina. „Þetta eykur náttúrulega gangandi traffík sem skilar sér miklu meira hingað heldur en þegar það er opið fyrir bílana. Fólk dreifir aðeins meira úr sér þegar það hefur meira pláss,“ segir Brynjar. Hann segir það vissulega hafa ýmsa kosti og galla í för með sér að hafa lokað fyrir bílaumferð og það sé misjafnt eftir verslunum hvaða áhrif þetta hafi á viðskiptin. Kúnnahópur Fjallakofans kippi sér kannski ekki mikið upp við það að þurfa að rölta smá spöl til að fara í búðina.Brynjar Jóhannesson, verslunarstjóri í Fjallakofanum við hliðið sem er beint fyrir utan verslunina á Laugavegi.vísirLokað þegar það er gott veður en opið þegar það er skítaveður„Það hefur virkað fínt í sumar að þeir hafa verið að loka hliðunum rétt fyrir hádegi þannig að fólk hefur getað keyrt hér á morgnana. Borgin hefur því aðeins verið að koma til móts við ýmsar raddir innan raða kaupmanna.“ Aðspurður hvort að hann vilji sjá lokað fyrir umferð allt árið eða lengur inn í haustið segir hann: „Ég held það myndi fara eftir því hvernig það væri útfært. Ég veit ekki hvort traffíkin er það mikil að það þurfi að hafa lokað fyrir umferð. Það mætti kannski bara fara eftir veðri og loka götunni þegar það er gott veður en hafa opið þegar það er skítaveður.“ Brynjar bendir líka á að ekki sé mikið af bílastæðum neðst á Laugaveginum svo fólk þurfi oftast að labba eitthvað. „Það eru fleiri stæði efst á Laugaveginum en svo eru bílastæðin í hliðargötunum. Það er því nærtækara að leggja þar og þær götur eru opnar allt árið.“Hrannar Freyr Hallgrímsson, gullsmíðameistari í Gullkúnst Helgu.vísirDraumur að búið sé að opnaHrannar Freyr Hallgrímsson er gullsmíðameistari í Gullkúnst Helgu sem er hinu megin við götuna frá Fjallakofanum. Hann segir að það sé draumur að búið sé að opna fyrir bílaumferð á ný. „Það er náttúrulega búið að vera skítaveður þannig að það er bara frábært að fá Laugaveginn opinn aftur fyrir umferð,“ segir Hrannar sem líst ekki á að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring. „Nei, ég er ekki hlynntur því. Það verður að vera hér flæði á umferð. Það er kalt og leiðinlegt veður og Íslendingar eru vanir því að geta keyrt upp að búðinni og stokkið inn.“ Hann segir að lokunin hafi haft áhrif á viðskipti Íslendinga við verslunina en þau muni glæðast á ný nú þegar hægt verður að keyra götuna. Í sumar hafi um 70-80 prósent af viðskiptavinunum verið erlendir ferðamenn. „Ég skil alveg að það sé lokað fyrir bílaumferð hér yfir hásumarið, frá 1. júní til 1. september en það eru bara 4-5 gráður hér í maí og ekki sála á götunni. Núna erum við svo komin langt inn í september, það var bara opnað í gær og þú sérð hvernig veðrið er, bara grenjandi rigning.“Svava Halldórsdóttir, verslunarstjóri Hrím hönnunarhúss.vísirVeðrið léleg afsökun fyrir því að labba ekki Laugaveginn Svava Halldórsdóttir, verslunarstjóri Hrím hönnunarhúss á Laugavegi, segir að lokunin hafi frekar haft góð áhrif á viðskiptin heldur en hitt. Sumarið hafi verið mjög fínt; ferðamenn hafi verið fyrr á ferðinni í vor en áður og eru lengur fram á haustið. „Við erum með nokkuð blandaðan kúnnahóp. Það kemur mikið af útlendinum en við eigum líka mikið af góðum og tryggum íslenskum viðskiptavinum. Það er kannski aðeins meira af útlendingum á sumrin en líka mikið af Íslendingum,“ segir Svava. Hún segir að það að loka fyrir bílaumferð á Laugaveginum geri það að verkum að fólk geri ef til vill meira úr bæjarferðinni en annars. „Það er alveg hægt að finna bílastæði hér og fólk röltir bara meira um Laugaveginn. Það eyðir kannski meiri tíma hér og kíkir í fleiri verslanir í staðinn fyrir að stökkva bara út úr bílnum og inn í eina búð. Þannig að mér finnst allir græða á þessum, kaffihús, verslanir og veitingastaðir.“ Aðspurð hvernig henni lítist á að loka fyrir bílaumferð allt árið um kring segist hún ekki viss með það. „En ég myndi alveg vilja sjá að hér væri lokað fyrir umferð bara frá sumarbyrjun og fram til áramóta. Þá væri til dæmis hægt að hafa hér jólamarkað eins og tíðkast víða í borgum erlendis.“ Svava segir að veðrið sé léleg afsökun fyrir því að labba ekki Laugveginn. „Við búum nú einu sinni á Íslandi. Það er fullt af fínum íslenskum fatamerkjum, eins og til dæmis 66° Norður og Cintamani, sem framleiða hlýjan fatnað. Það ætti því alveg að vera hægt að klæða sig vel og labba Laugaveginn þó að það sé ekki sól og sumar.“Gísli Freyr, verslunarstjóri Dogma á Laugavegi.Fólk ekki með það á hreinu hvar lokunin byrjaðiGísli Páll er verslunarstjóri í Dogma á Laugaveginum en fyrsta hliðið sem lokar götunni fyrir bílaumferð er beint fyrir framan búðina. Það hefur því verið opið fyrir umferð við verslunina í sumar. „Það hefur verið mikið að gera en ég myndi segja að 92 prósent kúnnanna séu ferðamenn. Ég veit ekki hvort að lokunin hefur haft einhver áhrif en rútur hafa mikið stoppað hér beint fyrir framan með túrista og hleypt þeim hér út því lokunin byrjar hérna alveg við. Það stoppaði mikið umferðina hérna upp eftir og það myndaðist oft teppa,“ segir Gísli. Hann segist einnig hafa tekið eftir því að fólk hafi almennt ekki verið með það á hreinu hvar lokunin byrjaði. Fólk hafi jafnvel verið að reyna að leggja á stöðum þar sem var lokað, keyra upp á gangstéttir og annað slíkt. „Þetta hefur kannski ekki mikil áhrif á kúnnahópinn því þetta eru mest ferðamenn hér. En það er auðvitað ekki eins fyrir allar verslanir hvaða áhrif þetta hefur á reksturinn.“ Aðspurður hvernig honum lítist á hugmyndir um að loka fyrir bílaumferð, til dæmis um jólin segir hann: „Ég hugsa að það yrði verra í íslenska slabbinu og svona. Þessir auka 50 metrar geta alveg breytt því hvort þú ert í bænum í 3 tíma eða 20 mínútur. Við erum líka svona jólagjafabúð, fólk kemur hér og tæmir búðina fyrir jólin. Þetta væri kannski öðruvísi ef það væri mokað almennilega hérna eða ef gatan væri upphituð.“Hliðið við Vatnsstíg þar sem lokunin á Laugavegi byrjaði.vísirGætu lokað fyrir umferð í kringum Airwaves og jólin Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að borgin haldi þeim möguleika opnum að hafa lokað fyrir bílaumferð á Laugaveginum í vetur í kringum Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem er haldin dagana 4.-8. nóvember og svo dagana fyrir jól. Hann segir það fara eftir veðri og vindum hvort götunni verði lokað. „Svo ætlum við í framhaldinu að setjast niður og ákveða framhaldið með þessar opnanir eða lokanir en ég á von á því að það verði lokað á næsta ári frá 1. maí til 1. október. Svo hef ég líka sagt að það sé langbest að koma einhverri fastri reglu á þetta þannig að við séum ekki að ræða þetta á hverju ári,“ segir Hjálmar.
Tengdar fréttir Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við lokun umferðar við Laugaveg sé við götuna þar sem öll umferð beinist þar niður. Varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs segir til greina koma að endurskoða lokunina en það verði ekki gert fyrr en í haust. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18
Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við lokun umferðar við Laugaveg sé við götuna þar sem öll umferð beinist þar niður. Varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs segir til greina koma að endurskoða lokunina en það verði ekki gert fyrr en í haust. 20. maí 2015 07:00