Konur í kvikmyndagerð Laufey Guðjónsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun