Frans páfi segir misskilning að hann sé vinstrisinnaður Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2015 07:00 Frans páfi ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta við Hvíta húsið í gær. vísir/epa „Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða. Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
„Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða.
Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40