FIFA 16 dómur: Búið að bóna kaggann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2015 09:00 Hér má sjá stjörnur Real Madrid ganga á völlinn. Lesendur þekkja eflaust andlit nokkurra þarna. LEIKIR Fifa 16 EA SPORTS Playstation 4 Þegar maður byrjar á að velta FIFA 16 fyrir sér þarf maður að gera sér grein fyrir hversu góður leikur FIFA 15 var. Að mati undirritaðs fer FIFA 15 á stall með bestu leikjum seríunnar, með FIFA 12, FIFA 10, FIFA 98 og World Cup 2010. Þess vegna höfðu framleiðendur ærið verkefni á höndum sér; að bæta einn albesta leik seríunnar og langbesta íþróttaleik síðasta árs. Í stuttu máli virðist sem David Rutter, framleiðslustjóra FIFA, og félögum hafi tekist ætlunarverk sitt. Búið er að gjörbreyta spiluninni og er breytingin heldur betur í rétta átt.Jordan Henderson og Lionel Messi prýða hulstur FIFA 16 í sumum heimshlutum. Ekki beint líkir leikmenn.Raunveruleikinn fangaður Við erum stödd á Vicarage Road, á heimavelli Watford. Heimamenn eiga aukaspyrnu. Dómarinn er búinn að nota spreyið sitt, til að marka hvaðan á að taka spyrnuna og hvar veggurinn eigi að vera. Í bakgrunni er Sir Elton John stúkan, kyrfilega merkt. Alessandro Diamanti gerir sig tilbúinn að taka spyrnuna. Setur hana yfir vegginn og knötturinn syngur í netinu. Áhorfendur tryllast, myndavélin hristist og Diamanti hleypur til varmanna sem eru að hita upp á hliðarlínunni sem fagna honum innilega. Þetta er FIFA 16. Framleiðendur hafa hugsað út í minnstu smáatriði, hvort sem þau eru á Camp Nou eða The Hawthornes, þar sem West Bromvich Albion spilar. Hver leikur er orðinn líkari alvöru sjónvarpsútsendingu, þar sem lýsendur fara yfir hvaða leikmönnum áhorfendur eigi að fylgjast með, hvaða leikmenn gætu verið á förum frá liði sínu og hvað þeir kosta. Skjámyndirnar breytast á milli deilda, þannig að þegar spilarar líta efst upp í hornið til að sjá hvaða staðan er sjá þeir mun á milli Spánar og Englands. Öll þessi smáatriði auka á upplifun spilara, veita þeim jafnvel innblástur til þess að reyna eitthvað stórfenglegt.Grafíkin í FIFA 16 er glæsileg.Spilunin gjörbreytt Að spila FIFA 16 er svoleiðis allt öðruvísi en að spila fyrri útgáfur í seríunni. Í fyrra reyndu framleiðendur að takmarka yfirburði fljótra sóknarmanna. En þær tilraunir gengu illa. Fljótlega áttuðu færir spilarar sig á því að ein besta leiðin að markinu væri með löngum sendingum upp í hornin, þar sem snöggir vængmenn fengu boltann og tættu varnarlausa bakverði í sig. Í fyrra borgaði sig hreinlega að vaða áfram, sækja hratt og af áfergju. En nú er öldin önnur. Snöggir leikmenn lenda í miklum vandræðum þegar þeir fara í návígi við líkamlega sterka varnarmenn. Varnarleikurinn var eitt af áhersluatriðum framleiðanda og hefur það skilað sér. Nú er miklu erfiðara að keyra upp völlinn og markmið leiksins verður frekar að ná að halda boltanum inn á miðsvæðinu, eins og gengur og gerist í nútíma knattspyrnu. Fallegt samspil, þar sem miðjumenn hlaupa í kringum framherjann til þess að fá stuttar sendingar, eru líklegri til árangurs en að bomba boltanum upp í hornin á snöggu vængmennina. Varnarmenn eru miklu betur staðsettir og hefur gervigreind þeirra verið bætt þannig að ef einn maður stígur út úr stöðu fer annar og fyllir skarðið á vörninni. Erfiðara er að halda boltanum, bæði innan liðs og fyrir einstaklinga. Í síðasta leik var hægt að koma á ferðinni á varnarmenn, taka snögga gabbhreyingu og skilja þá eftir. En í FIFA 16 er þetta talsvert erfiðara. Sem gerir leikinn þeim mun skemmtilegri og líkari því sem gerist í raunveruleikanum. Reyndar líkir spilun FIFA 16 eftir því hvernig bestu liðin spila. En leikurinn nær ekki að fanga spilunina í neðri deildunum, þar sem gæði leikmanna eru ekki eins mikil. Erfitt er að fara í háloftaboltann sem mörg ensk lið spila. Ef starfslið EA Sports hefði náð að fanga þá stemningu væri spilun leiksins nálægt fullkomnun.Nú er hægt að spila með sterkustu kvennalandsliðunum í FIFA 16. Viðbót sem fullkomlega „meikar sens" og hefði í raun átt að vera komin fyrr.Menn svolítið skrítnir í laginu Grafík leiksins er frábær, flottari en í fyrra. Leikmenn eru ótrúlega líkir því sem gerist í raunveruleikanum. Meira að segja er hægt að þekkja marga af íslensku landsliðsmönnunum, eins og Gylfa Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson, í sjón í leiknum. Vellirnir eru ótrúlega flottir, hvort sem það eru vellir stórliða á meginlandi Evrópu eða minnstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Grasið á vellinum tekur breytingum á meðan leik stendur, eftir því hvar menn tækla á vellinum. Sprey dómarans, sem hann notar í aukaspyrnum, hverfur hægt og rólega, eins og gerist í alvöru. Meira að segja er búið að hugsa út í útlit áhorfenda, en búið er að bæta nokkrum kílóum á þá sem í stúkunni sitja. Það sem fór þó helst í taugarnar á undirrituðum var hversu búkur leikmanna er skrítinn í laginu. Þá helst í innkliptum senum (sem á ensku er gjarnan kallað cut scenes). Fyrir leiki takast menn í hendur og má þá helst sjá hvað leikmenn eru eitthvað skringilega fettir og í skrítnum hlutföllum. En að maður sé að velta sér upp úr svona smáatriðum sýnir kannski hversu vel heppnaður FIFA 16 er.Betra meðlæti Framkvæmdastjórahamurinn og leikmannshamurinn (e. Career mode) var það sem helst mátti bæta í FIFA 15. Og það hefur verið gert. Þegar spilarar taka við liðum sem framkvæmdastjórar geta þeir nú valið um að taka þátt í undirbúningsmótum með peningaverðlaun í boði. Þeir þurfa að huga að þjálfun leikmanna og geta þróað unga leikmenn. Þetta gerir upplifunina miklu skemmtilegri. Þegar leikmenn eru keyptir fjalla lýsendur um þá og fara yfir kaupverð, frammistöðu og fleira skemmtilegt á meðan leik stendur. Undirritaður keypti Kolbein Sigþórsson í West Ham og að sjálfsögðu skoraði okkar maður tvö mörk í fyrsta leik, þar af eitt með skalla. Lýsendur fóru yfir frammistöðu Kolbeins á meðan leik stóð og þegar hann var tekinn útaf undir lok leiks. Einstaklega raunverulegt og skemmtilegt. Einnig hafa verið gerðar breytingar á leikmannshamnum, þar sem spilarar velja sér einn leikmann til þess að byggja upp og stjórna. Hægt er að æfa sig á milli leikja og þannig bæta leikmanninn. En þetta er auðvitað svolítið tímafrekt og tekur tíma. Einnig má nefna skemmtilega viðbót við FIFA Ultimate Team, þar sem spilarar geta tekið þátt í vali á leikmönnum og byggt upp lið með stjörnum í fyrstu fjóra leikina, sem er breyting frá því sem áður var þegar maður byrjaði með ansi slappt lið og þurfti að byggja það upp frá grunni. Skemmtilegasta viðbótin er þó án efa kvennaliðin. Hægt er að velja um mörg af helstu kvennaliðum heims og er spilunin með þeim allt öðruvísi en karlamegin. Leikurinn er opnari og byggir meira á leikni en líkamlegri baráttu. Þó þurfa framleiðendur EA Sports að bæta lýsinguna á kvennaleikjum, en hún er svolítið karllæg. Væntanlega er það á listanum fyrir næsta leik. FIFA 16 fer strax í flokk með áhugaverðustu útgáfum seríunnar. Undirritaður spáir því að í sögulegu samhengi verði FIFA 16 einn af merkilegri leikjum seríunnar. Hann er skyldueign fyrir knattspyrnuáhugafólk og þá sem áður hafa spilað FIFA.Kjartan Atli Kjartanssonkjartanatli@365.is Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
LEIKIR Fifa 16 EA SPORTS Playstation 4 Þegar maður byrjar á að velta FIFA 16 fyrir sér þarf maður að gera sér grein fyrir hversu góður leikur FIFA 15 var. Að mati undirritaðs fer FIFA 15 á stall með bestu leikjum seríunnar, með FIFA 12, FIFA 10, FIFA 98 og World Cup 2010. Þess vegna höfðu framleiðendur ærið verkefni á höndum sér; að bæta einn albesta leik seríunnar og langbesta íþróttaleik síðasta árs. Í stuttu máli virðist sem David Rutter, framleiðslustjóra FIFA, og félögum hafi tekist ætlunarverk sitt. Búið er að gjörbreyta spiluninni og er breytingin heldur betur í rétta átt.Jordan Henderson og Lionel Messi prýða hulstur FIFA 16 í sumum heimshlutum. Ekki beint líkir leikmenn.Raunveruleikinn fangaður Við erum stödd á Vicarage Road, á heimavelli Watford. Heimamenn eiga aukaspyrnu. Dómarinn er búinn að nota spreyið sitt, til að marka hvaðan á að taka spyrnuna og hvar veggurinn eigi að vera. Í bakgrunni er Sir Elton John stúkan, kyrfilega merkt. Alessandro Diamanti gerir sig tilbúinn að taka spyrnuna. Setur hana yfir vegginn og knötturinn syngur í netinu. Áhorfendur tryllast, myndavélin hristist og Diamanti hleypur til varmanna sem eru að hita upp á hliðarlínunni sem fagna honum innilega. Þetta er FIFA 16. Framleiðendur hafa hugsað út í minnstu smáatriði, hvort sem þau eru á Camp Nou eða The Hawthornes, þar sem West Bromvich Albion spilar. Hver leikur er orðinn líkari alvöru sjónvarpsútsendingu, þar sem lýsendur fara yfir hvaða leikmönnum áhorfendur eigi að fylgjast með, hvaða leikmenn gætu verið á förum frá liði sínu og hvað þeir kosta. Skjámyndirnar breytast á milli deilda, þannig að þegar spilarar líta efst upp í hornið til að sjá hvaða staðan er sjá þeir mun á milli Spánar og Englands. Öll þessi smáatriði auka á upplifun spilara, veita þeim jafnvel innblástur til þess að reyna eitthvað stórfenglegt.Grafíkin í FIFA 16 er glæsileg.Spilunin gjörbreytt Að spila FIFA 16 er svoleiðis allt öðruvísi en að spila fyrri útgáfur í seríunni. Í fyrra reyndu framleiðendur að takmarka yfirburði fljótra sóknarmanna. En þær tilraunir gengu illa. Fljótlega áttuðu færir spilarar sig á því að ein besta leiðin að markinu væri með löngum sendingum upp í hornin, þar sem snöggir vængmenn fengu boltann og tættu varnarlausa bakverði í sig. Í fyrra borgaði sig hreinlega að vaða áfram, sækja hratt og af áfergju. En nú er öldin önnur. Snöggir leikmenn lenda í miklum vandræðum þegar þeir fara í návígi við líkamlega sterka varnarmenn. Varnarleikurinn var eitt af áhersluatriðum framleiðanda og hefur það skilað sér. Nú er miklu erfiðara að keyra upp völlinn og markmið leiksins verður frekar að ná að halda boltanum inn á miðsvæðinu, eins og gengur og gerist í nútíma knattspyrnu. Fallegt samspil, þar sem miðjumenn hlaupa í kringum framherjann til þess að fá stuttar sendingar, eru líklegri til árangurs en að bomba boltanum upp í hornin á snöggu vængmennina. Varnarmenn eru miklu betur staðsettir og hefur gervigreind þeirra verið bætt þannig að ef einn maður stígur út úr stöðu fer annar og fyllir skarðið á vörninni. Erfiðara er að halda boltanum, bæði innan liðs og fyrir einstaklinga. Í síðasta leik var hægt að koma á ferðinni á varnarmenn, taka snögga gabbhreyingu og skilja þá eftir. En í FIFA 16 er þetta talsvert erfiðara. Sem gerir leikinn þeim mun skemmtilegri og líkari því sem gerist í raunveruleikanum. Reyndar líkir spilun FIFA 16 eftir því hvernig bestu liðin spila. En leikurinn nær ekki að fanga spilunina í neðri deildunum, þar sem gæði leikmanna eru ekki eins mikil. Erfitt er að fara í háloftaboltann sem mörg ensk lið spila. Ef starfslið EA Sports hefði náð að fanga þá stemningu væri spilun leiksins nálægt fullkomnun.Nú er hægt að spila með sterkustu kvennalandsliðunum í FIFA 16. Viðbót sem fullkomlega „meikar sens" og hefði í raun átt að vera komin fyrr.Menn svolítið skrítnir í laginu Grafík leiksins er frábær, flottari en í fyrra. Leikmenn eru ótrúlega líkir því sem gerist í raunveruleikanum. Meira að segja er hægt að þekkja marga af íslensku landsliðsmönnunum, eins og Gylfa Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson, í sjón í leiknum. Vellirnir eru ótrúlega flottir, hvort sem það eru vellir stórliða á meginlandi Evrópu eða minnstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Grasið á vellinum tekur breytingum á meðan leik stendur, eftir því hvar menn tækla á vellinum. Sprey dómarans, sem hann notar í aukaspyrnum, hverfur hægt og rólega, eins og gerist í alvöru. Meira að segja er búið að hugsa út í útlit áhorfenda, en búið er að bæta nokkrum kílóum á þá sem í stúkunni sitja. Það sem fór þó helst í taugarnar á undirrituðum var hversu búkur leikmanna er skrítinn í laginu. Þá helst í innkliptum senum (sem á ensku er gjarnan kallað cut scenes). Fyrir leiki takast menn í hendur og má þá helst sjá hvað leikmenn eru eitthvað skringilega fettir og í skrítnum hlutföllum. En að maður sé að velta sér upp úr svona smáatriðum sýnir kannski hversu vel heppnaður FIFA 16 er.Betra meðlæti Framkvæmdastjórahamurinn og leikmannshamurinn (e. Career mode) var það sem helst mátti bæta í FIFA 15. Og það hefur verið gert. Þegar spilarar taka við liðum sem framkvæmdastjórar geta þeir nú valið um að taka þátt í undirbúningsmótum með peningaverðlaun í boði. Þeir þurfa að huga að þjálfun leikmanna og geta þróað unga leikmenn. Þetta gerir upplifunina miklu skemmtilegri. Þegar leikmenn eru keyptir fjalla lýsendur um þá og fara yfir kaupverð, frammistöðu og fleira skemmtilegt á meðan leik stendur. Undirritaður keypti Kolbein Sigþórsson í West Ham og að sjálfsögðu skoraði okkar maður tvö mörk í fyrsta leik, þar af eitt með skalla. Lýsendur fóru yfir frammistöðu Kolbeins á meðan leik stóð og þegar hann var tekinn útaf undir lok leiks. Einstaklega raunverulegt og skemmtilegt. Einnig hafa verið gerðar breytingar á leikmannshamnum, þar sem spilarar velja sér einn leikmann til þess að byggja upp og stjórna. Hægt er að æfa sig á milli leikja og þannig bæta leikmanninn. En þetta er auðvitað svolítið tímafrekt og tekur tíma. Einnig má nefna skemmtilega viðbót við FIFA Ultimate Team, þar sem spilarar geta tekið þátt í vali á leikmönnum og byggt upp lið með stjörnum í fyrstu fjóra leikina, sem er breyting frá því sem áður var þegar maður byrjaði með ansi slappt lið og þurfti að byggja það upp frá grunni. Skemmtilegasta viðbótin er þó án efa kvennaliðin. Hægt er að velja um mörg af helstu kvennaliðum heims og er spilunin með þeim allt öðruvísi en karlamegin. Leikurinn er opnari og byggir meira á leikni en líkamlegri baráttu. Þó þurfa framleiðendur EA Sports að bæta lýsinguna á kvennaleikjum, en hún er svolítið karllæg. Væntanlega er það á listanum fyrir næsta leik. FIFA 16 fer strax í flokk með áhugaverðustu útgáfum seríunnar. Undirritaður spáir því að í sögulegu samhengi verði FIFA 16 einn af merkilegri leikjum seríunnar. Hann er skyldueign fyrir knattspyrnuáhugafólk og þá sem áður hafa spilað FIFA.Kjartan Atli Kjartanssonkjartanatli@365.is
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira