Erlent

Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frans páfi og Barack Obama.
Frans páfi og Barack Obama. Vísir/AFP
Frans páfi byrjaði heimsókn sína til Bandaríkjanna á því að kalla eftir aðgerðum gegn loftslagsvandanum. Hann sagði að ekki væri hægt að velta honum yfir á næstu kynslóðir. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þakkaði páfanum fyrir vinnu sína í garð fátækra og plánetunnar.

Tekið var á móti páfanum með pomp og prakt og hafa þúsundir lagt leið sína til Washington DC til að berja páfann augum. Höfuðborgin var fyrsti viðkomustaður Francis á sex daga ferðalagi hans um Bandaríkin.

Á vef AP fréttaveitunnar segir að hluti biskupa í Bandaríkjunum eigi erfitt með að sætta sig við þá stefnu sem Francis hefur tekið. Þá sérstaklega varðandi hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingu.

Frans mun flytja ræðu í þinginu í Washington á morgun. Þar sem meirihlutinn eru repúblikanar sem einnig eru ekki sammála honum og Obama varðandi áðurnefnd atriði. Á föstudaginn mun páfinn flytja ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×