Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2015 13:21 Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. Vísir/Valli/Útvarp Saga Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“ Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“
Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44
Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30