Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. september 2015 13:03 Hingað til hafa aðeins svokallaðar punktmyndavélar verið notaðar á Íslandi. vísir/pjetur Til skoðunar er að taka upp svo kallaðar meðalhraðamyndavélar við sjálfvirkt umferðareftirlit á vegum landsins. Eins og málum er háttað núna eru átján stafrænar hraðamyndavélar starfræktar á landinu en þær eru allar staðbundnar. Meðalhraðavélarnar virka á þann veg að myndavélarnar eru í raun tvær á ákveðnum vegarkafla og báðar smella mynd af bílnum. Myndavélarnar eru búnar sjálfvirkum búnaði sem les á númeraplötuna og ber þannig kennsl á bílinn. Tölvubúnaðurinn sér síðan hvenær myndirnar voru teknar og þar með hve langur tími leið á milli þeirra. Myndir sem sýna ökumenn fara hraðar en leyfilegt er á milli myndavélanna eru vistaðar og ökumenn bílanna geta átt von á sekt en aðrar myndir eyðast samstundis. „Það hefur sýnt sig að áhrif staðbundinna myndavéla á hraða ökumanna vara í um það bil tvo kílómetra en meðalhraðavélarnar hafa áhrif í lengri tíma,“ segir Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi. „Það gæti verið átta, tíu eða tuttugu kílómetrar allt eftir því hve langt yrði á milli myndavélanna.“ Sambærileg kerfi hafa meðal annars verið notuð í Noregi, Skotlandi, Benelúx löndunum, Ítalíu, Austurríki og víðar. Markmiðið með vélunum er að reyna að lækka hraða ökutækja á hættulegum vegaköflum til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum. Til að mynda hafi það komið fyrir í Noregi að meðalhraðavélar hafi verið nýttar á hættulegum vegaköflum sem erfitt eða dýrt er að laga.Markmiðið er alltaf að fækka slysum og að auka öryggi „Ef við tökum Noreg sem dæmi þá eru þar mjög ströng skilyrði um hvar má koma svona kerfum fyrir. Þar í landi fengu yfirvöld óháðan aðila til að meta hvort myndavélarnar skiluðu einhverju og niðurstaðan var að þetta skilaði sér í allt að helmingi færri slysum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvar hann sæi slíkar vélar fyrir sér hér á landi segir Ólafur að hvers kyns göng væru kjörin fyrir meðalhraðakerfið. Einnig ætti að vera auðvelt að skoða tölfræði yfir slys, sjá hvar þau eru algengust og koma vélunum fyrir á þeim stöðum. „Það skiptir ekki máli hvort það yrði ein sekt eða þúsund sem koma úr myndavélunum. Markmiðið er alltaf að auka öryggi vegfarenda og fækka slysum en ekki að fá fleiri peninga í ríkissjóð. Færri slys þýða minni kostnaður fyrir samfélagið að ógleymdum þeim sársauka sem aðstandendur og þolendur sleppa við,“ segir Ólafur. Ekki er enn víst hvenær eða hvort meðalhraðavélar verða kynntar til leiks á Íslandi enda þyrfti að öllum líkindum að sníða lög og reglugerðir að þeim auk þess að veita þarf fé til verksins. Ljóst er hins vegar að áhuginn er fyrir hendi hjá lögreglunni enda vélarnar gefið góða raun erlendis. „Í mínum huga er þetta borðleggjandi dæmi,“ segir Ólafur að lokum. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Til skoðunar er að taka upp svo kallaðar meðalhraðamyndavélar við sjálfvirkt umferðareftirlit á vegum landsins. Eins og málum er háttað núna eru átján stafrænar hraðamyndavélar starfræktar á landinu en þær eru allar staðbundnar. Meðalhraðavélarnar virka á þann veg að myndavélarnar eru í raun tvær á ákveðnum vegarkafla og báðar smella mynd af bílnum. Myndavélarnar eru búnar sjálfvirkum búnaði sem les á númeraplötuna og ber þannig kennsl á bílinn. Tölvubúnaðurinn sér síðan hvenær myndirnar voru teknar og þar með hve langur tími leið á milli þeirra. Myndir sem sýna ökumenn fara hraðar en leyfilegt er á milli myndavélanna eru vistaðar og ökumenn bílanna geta átt von á sekt en aðrar myndir eyðast samstundis. „Það hefur sýnt sig að áhrif staðbundinna myndavéla á hraða ökumanna vara í um það bil tvo kílómetra en meðalhraðavélarnar hafa áhrif í lengri tíma,“ segir Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi. „Það gæti verið átta, tíu eða tuttugu kílómetrar allt eftir því hve langt yrði á milli myndavélanna.“ Sambærileg kerfi hafa meðal annars verið notuð í Noregi, Skotlandi, Benelúx löndunum, Ítalíu, Austurríki og víðar. Markmiðið með vélunum er að reyna að lækka hraða ökutækja á hættulegum vegaköflum til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum. Til að mynda hafi það komið fyrir í Noregi að meðalhraðavélar hafi verið nýttar á hættulegum vegaköflum sem erfitt eða dýrt er að laga.Markmiðið er alltaf að fækka slysum og að auka öryggi „Ef við tökum Noreg sem dæmi þá eru þar mjög ströng skilyrði um hvar má koma svona kerfum fyrir. Þar í landi fengu yfirvöld óháðan aðila til að meta hvort myndavélarnar skiluðu einhverju og niðurstaðan var að þetta skilaði sér í allt að helmingi færri slysum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvar hann sæi slíkar vélar fyrir sér hér á landi segir Ólafur að hvers kyns göng væru kjörin fyrir meðalhraðakerfið. Einnig ætti að vera auðvelt að skoða tölfræði yfir slys, sjá hvar þau eru algengust og koma vélunum fyrir á þeim stöðum. „Það skiptir ekki máli hvort það yrði ein sekt eða þúsund sem koma úr myndavélunum. Markmiðið er alltaf að auka öryggi vegfarenda og fækka slysum en ekki að fá fleiri peninga í ríkissjóð. Færri slys þýða minni kostnaður fyrir samfélagið að ógleymdum þeim sársauka sem aðstandendur og þolendur sleppa við,“ segir Ólafur. Ekki er enn víst hvenær eða hvort meðalhraðavélar verða kynntar til leiks á Íslandi enda þyrfti að öllum líkindum að sníða lög og reglugerðir að þeim auk þess að veita þarf fé til verksins. Ljóst er hins vegar að áhuginn er fyrir hendi hjá lögreglunni enda vélarnar gefið góða raun erlendis. „Í mínum huga er þetta borðleggjandi dæmi,“ segir Ólafur að lokum.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira