Fótbolti

Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robert Lewandowski fagnar mark í gærkvöldi. Hann gerði það fimm sinnum.
Robert Lewandowski fagnar mark í gærkvöldi. Hann gerði það fimm sinnum. vísir/getty
Robert Lewandowski, framherji Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta, átti hreint magnaðan leik í gær þegar hann skoraði fimm mörk fyrir liðið í 5-1 sigri á Wolfsburg.

Pólski framherjinn kom inn á í hálfleik þegar staðan var 1-0 yfir Wolfsburg og skoraði fimm mörk á níu mínútum.

Með þessu jafnaði hann met Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsmanns Íslands, frá 1983 yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni.

„Þetta er ótrúlegt. Fimm mörk. Það er alveg magnað,“ sagði Lewandowski í skýjunum eftir leikinn.

„Í hvert einasta skipti sem ég sparkaði í boltann fór hann í markið. Ég er virkilega ánægður. Þetta var gott kvöld fyrir mig.“


Tengdar fréttir

Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla

Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×