Innlent

Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bergvin Oddsson er sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask.
Bergvin Oddsson er sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask. vísir/stefán
Stjórn Blindrafélagsins samþykkti á fundi sínum í dag að lýsa vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Hann er sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til þess að véla ungan félagsmann til að leggja allt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Stjórnin samþykkti jafnframt að rifta ráðningasamningi Bergvins.

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að Bergvin hafi með athæfi sínu misnotað vald sitt og brugðist trausti þessa unga félagsmanns, og þar með sýnt af sér siðferðislegt dómgreindarleysi. Ekki er um fjármuni Blindrafélagsins að ræða, en málinu hefur verið komið í hendur lögmanns.

Boðað hefur verið til félagsfundar 30.september þar sem málið verður kynnt félagsmönnum.

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan.

Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn á milli formanns Blindrafélagsins og stjórnar þess, þá lýsir stjórn félagsins yfir vantrausti á formann.

Málsatvik eru þau að formaður félagsins hefur nýtt sér vettvang þess til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Mál sem er komið í hendur á lögmanni.

Að mati stjórnar félagsins þá hefur formaður með athæfi sínu misnotað vald sitt og brugðist trausti þessa unga félagsmanns og þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi.

Mikilvægt er að halda því til haga að ekki er um að ræða fjármuni Blindrafélagsins í þessu máli.

Stjórn félagsins samþykkir jafnframt að rifta ráðningasamningi formanns. Þá afturkallar stjórn félagsins skipun formanns sem fulltrúa félagsins í ráð og nefndir.

Stjórn Blindrafélagsins boðar ennfremur til félagsfundar miðvikudaginn 30. september til þess að kynna málið fyrir félagsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×