Lífið

Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Aðalleikarar Þrasta og leikstjórinn á rauða dreglinum: Ingvar E Sigurðsson, Rakel Björk Björnsdóttir, Atli Óskar Fjalarsson og Rúnar Rúnarsson.
Aðalleikarar Þrasta og leikstjórinn á rauða dreglinum: Ingvar E Sigurðsson, Rakel Björk Björnsdóttir, Atli Óskar Fjalarsson og Rúnar Rúnarsson.
Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, en hún er nýjasta mynd leikstjórans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rúnarssonar. Hún var sýnd í stærsta kvikmyndahúsinu á hátíðinni og voru 2000 manns í salnum. Gestir risu úr sætum að sýningu lokinni og var klappað í hátt í tíu mínútur.

Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um sextán ára pilt ,sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í sex ár.

San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum og fer fram í Donostia-San Sebastian á Spáni frá 18. til 26.september, en þá fer verðlaunaafhending fram. 

Myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan.

Rùnar Rùnarsson og hans fòlk frumsýndu "Þresti" hér í San Sebastian. Áhorfendu neituðu að yfirgefa bíóið og stóðu fyrir utan og klöppuðu fyrir islenskum leikurum og leikstjóra. Enn einn sigurinn á íslenska kvikmynda Sumrinu

Posted by Benedikt Erlingsson on 20. september 2015
Myndbandið tók Benedikt Erlingsson leikari að frumsýningu lokinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.