Innlent

Ásbjörn fékk á sig brot og leki kom að

Gissur Sigurðsson skrifar
Kafarar fundu orsök lekans og náðu að gera við til bráðabirgða. Mynd úr safni.
Kafarar fundu orsök lekans og náðu að gera við til bráðabirgða. Mynd úr safni. mynd/otti rafn sigmarsson
Togarinn Ásbjörn RE, sem fékk á sig brot og leki kom að á Vestfjarðamiðum, siglir nú áleiðis til hafnar fyrir eigin vélarafli og er væntanlegur til Reykjavíkur um hádegi þar sem hann verður tekinn í slipp til viðgerðar.

Þegar lekans varð vart óskaði skipstjórinn strax eftir aðstoð og var björgunarskip Landsbjargar þegar sent út frá Ísafirði með auka dælur ef á þyrfti að halda en ekki kom til þess að grípa þyrfti til þeirra.

Kafarar fundu svo orsök lekans og náðu að gera við til bráðabirgða og hélt togarinn fyrst til Ísafjarðar þar sem frekari viðgerð fór fram, áður en haldið var af stað til Reykjavíkur.

Uppfært klukkan 15:52

Fyrirsögn fréttarinnar var lagfærð en við þá breytingu þurkkast út athugasemdir í ummælakerfi. Beðist er velvirðingar á því




Fleiri fréttir

Sjá meira


×