Erlent

Frans páfi fundaði með Fídel Castro

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn fór fram á heimili Fídels Castro.
Fundurinn fór fram á heimili Fídels Castro. Vísir/AFP
Frans páfi átti hann fund með Fídel Castro fyrr í dag þar sem þeir ræddu meðal annars trúmál og ástand heimsins. Páfagarður lýsti fundinum sem lágstemmdum, óformlegum og vinalegum.

Páfi sótti forsetann fyrrverandi heim að fjölmennri messu þar sem hann ávarpaði þúsundir manna á Byltingartoginu í höfuðborginni Havana. Hvatti hann Kúbani til að þjóna hver öðrum í stað ákveðinnar hugmyndafræði.

Fundur páfa og Castro fór fram á á heimili þess síðarnefnda þar sem þeir skiptust meðal annars á bókum. Páfi gaf Castro þrjár bækur, meðal annars bók með ræðum fyrrum kennara Castro, en forsetinn fyrrverandi afhenti páfa bókina Fídel og trúmálin.

Þetta er fyrsta heimsókn páfa til eyjarinnar frá því að kommúnistastjórn var komið á árið 1959, en hann mun síðar halda ferð sinni  áfram til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×