Tsipras: Ný ríkisstjórn Grikklands mynduð innan skamms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2015 23:30 Alexis Tsipras var sigurreifur þegar úrslit kosninganna voru ljós. Vísir/Getty „Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“ Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
„Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“
Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26
Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13
Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46