Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 12:12 Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Stefán Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08