Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2015 19:00 Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira