Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2015 19:00 Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd. Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd.
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira